Fréttir og tilkynningar

7. ágúst 2023

Haustsýningar Kynjakatta 2023

7. og 8.október verða haustsýningarnar okkar í reiðhöllinni í Víðidal með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Það er búið að loka fyrir skráningar og búið að skrá 128 ketti á sýningarnar.
Athugið, ef eitthvað er ófrágengið í sambandi við skráningu á sýningu þá verðum við að taka kettina af sýningarskrá, þetta á við t.d. félagsskráningu nýrra félaga, greiðslu félags og sýningargjalda og skráningu kettlinga og innfluttra katta. Því þarf að ganga frá þessum málum sem fyrst.

Dómarar okkar að þessu sinni eru allar með réttindi til að dæma alla tegundarhópa.(Allbreed)

Anna Wilczek frá Póllandi.
Donatella Mastrangelo frá Ítalíu.
Olga Komissarova frá Eistlandi.

Skreytingarþema sýninganna að þessu sinni er "Villta vestrið"


Kveðja
Stjórn Kynjakatta

26. maí 2023

Takmarkanir á Rússland halda áfram.

Kattaræktarfélagið Kynjakettir er einn af rúmlega 40 meðlimum FIFe.
Á aðalfundi FIFe daganna 25-26 maí 2023 var tillaga um að framlengja takmarkanir gegn Rússland því miður feld.
18 meðlimir FIFe, þar á meðal Kynjakettir studdu tillöguna og hefur stjórn Kynjakatta ásamt stjórnum flestra ef ekki allra þessara meðlima ákveðið að standa saman og framlengja þær takmarkanir sem voru í gildi fram að aðalfundi FIFe óháð niðurstöðu fundarins.

Þetta felur í sér eftirfarandi:
1. Meðlimum Kynjakatta er óheimilt að flytja inn ketti fædda í Rússlandi óháð því hver gaf út ættbók og fá ekki útgefna ættbók fyrir þessa ketti hjá Kynjaköttum.
2. Sýnendur búsettir í Rússlandi er óheimilt að taka þátt í sýningum Kynjakatta.
3. Meðlimir Kynjakatta er óheimilt að taka þátt í sýningum í Rússlandi
4. Kynjakettir munu ekki bjóða dómurum frá Rússlandi á sýningar sínar.

Þessi ákvörðun gildir frá 26. maí 2023 og að öllu óbreyttu fram að aðalfundi Kynjakatta 2024.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta.
Sigurður Ari Tryggvason
Formaður Kynjakatta.
__________________________________________________________________________

Kynjakettir is one of over 40 members of the FIFe.
At the FIFe general meeting on May 25-26, 2023, a proposal to extend the restrictions against Russia was unfortunately rejected.
18 members of FIFe, including Kynjakettir supported the proposal and the board of Kynjakatta together with the boards of most if not all of these members have decided to stand together and extend the restrictions that were in force until the FIFe general meeting regardless of the outcome of the meeting.

This includes the following:
1. Members of Kynjakettir are not allowed to import cats born in Russia regardless of who issued the pedigree and will not obtain a pedigree for them by Kynjakettir.
2. Exhibitors residing in Russia are not allowed to participate in cat shows held by Kynjakettir.
3. Members of Kynjakettir are not allowed to participate in exhibitions in Russia.
4. Kynjakettir will not invite judges from Russia to their shows.

This decision will be reviewed if needed and is valid from May 26. 2023 until the 2024 Kynjakettir general meeting.

On behalf of the Kynjakatta board.
Sigurdur Ari tryggvason
President of Kynjakettir.

 

21. mars 2023

Aðalfundur 22.apríl 2023




 

Aðalfundur 2023 var haldin þann 22. apríl kl. 13:00 í Félagsheimili Fáks, Vatnsveituvegi, 110 Reykjavík.


Á dagskrá fundarins var:

Hefðbundin aðalfundarstörf þar með talið kosning til stjórnar og nú verður kosið um formann, ritara og gjaldkera.
Engin bauð sig fram í þessar stöður á móti sitjandi stjórnarliðum og stjórn samþykkt óbreytt.
Smá breytingar á nefndum sem sjá má á heimasíðunni.

Óbreytt félagsgjöld samþykkt.
Engar reglu eða lagabreytingar lágu fyrir þennan fund en mögulega boðað til reglubreytingar fundar síðar á árinu þar sem þurfa þykir að nútímavæða og skerpa á vissum hlutum.

Aðalfundur FIFe 2023 aðeins ræddur en þar sem fyrirliggjandi tillögur að lagabreytingum hafa ekki verið opinberlega birtar þá var ekki hægt að ræða einstök atriði en rætt um að reyna að vera með netfund eða spjall. Það verður skoðað með tilliti til hvenær FIFe birtir tillögurnar og hvort að einhverjar þeirra hafa áhrif á starf okkar hér og þær tegundir sem hjá okkur eru ræktaðar.

Rætt um að skoða hvort hægt væri að fá sérfræðinga til landsins og hvernig það yrði útfært.

Þökkum góða mætingu á fundinn.


Kveðja Stjórnin
.

 

12. janúar 2023

Ársbyrjun 2023

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Gleðilegt nýtt ár og þökkum stundir á liðnum árum.

Nú líður að því að við opnum fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 4. og 5. mars í Reiðhöllinni í Víðidal og því rétt að minna fólk á að finna ættbækurnar og gera sig tilbúin í að skrá. Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta

30. ágúst 2022

Haustsýningar Kynjakatta 2022

Haustsýningar kynjakatta verða 8. og 9. október í reiðhöllinni í Víðidal.

Vinsamlegast takið helgina frá og sjáumst hress á sýningu.

Það er búið að loka fyrir skráningu á sýningu og komnir um 89 kettir.

Dómarar á sýningunum verða:
Pia Nyman                            1b, 2, 3, 4
Marjatta Koskenkangas   1, 2, 4
Anne Paloluoma                1, 2, 3, 4c.

Skreytingarþema nú er norðurljósin.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta

1. maí 2022

Aðalfundur 30.apríl 2022

Aðalfundur 2022

Aðalfundur var haldin þann
30. apríl kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, í Gallerý salnum.

Á dagskrá fundarins var:


Hefðbundin aðalfundarstörf
þar með talið kosning til stjórnar og nú var kosið um varaformann, ritara, gjaldkera og sýningarstjóra.

Þau sem voru í þessum stöðum buðu sig fram aftur, engin mótframboð bárust og þau því kosin einróma í sínar stöður til tveggja ára.
Lítilsháttar hækkun félagsgjalda eða 250.- krónur var samþykkt á fundinum og tekur gildi á næsta ári.




Kveðja Stjórnin

21. desember 2021

Gleðileg jól 2021

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum árið sem er að líða.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Loðið jólaknús og gangi ykkur vel með tréið.

Kær kveðja
Sigurður
Formaður Kynjakatta

En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót.Sjá nánar.

23. júní 2021

Aðalfundur 2021 o.fl.

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Aðalfundur Kynjakatta 2021 var haldin 19. júní síðast liðinn í salnum Gallerí á Grand hótel.

Það var frekar fámennt en góðmennt á fundinum, farið í gegnum málefni aðalfundar og létt spjall á eftir enda var orðið ansi langt síðan við kisufólk höfðum náð að hittast.

27. febrúar 2021

Aðalfundarboð 2021 o.fl. ATH! Uppfært 5.6.2021

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Aðalfundur Kynjakatta 2021 verður þann 19. júní næstkomandi. Fundurinn verður í salnum Gallerí á Grand hótel kl: 13:00.

Fyrir um ári var stjórn Kynjakatta ásamt nokkrum félagsmönnum á fullu við að undirbúa sýningu. Þetta átti að verða óvenju vegleg sýning þar sem Kynjakettir voru að verða 30 ára um svipað leiti og vorsýningin átti að fara fram. Sjá um félagið hér

20. desember 2020

Gleðileg jól kattarvinir

Kæru kattavinir,

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót. Sjá nánar.

12. janúar 2020

Vorsýningar 2020

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Sýningarnar verða 14. og 15. mars í andyrinu í Víðidal og að þessu sinni eru þetta afmælissýningar þar sem Kynjakettir verða 30 ára núna í vor.
Það væri því gaman að sem flestir sjái sér fært að mæta með kettina sína á sýningu þannig að sýningin verði veglegri en tíðkast hefur síðustu ár.

Opið verður fyrir skráningar til 14. febrúar og það má finna frekari upplýsingar hér.

12. janúar 2020

Vorsýningar 2020 Aflýst

Vorsýningum Kynjakatta 2020 sem áttu að vera helgina 14. og 15.mars hefur verið aflýst.

Í ljósi umræðunnar um smitvarnir, hugsanlegu banni við samkomum og óvissu um hvort að dómarar og sýnendur kæmu þá hefur stjórn Kynjakatta þurft að taka þessa þungbæru ákvörðun sem mun standa óbreytt

13. ágúst 2019

Haustsýningar Kynjakatta 2019

Kæru félagar og aðrir sem hafa áhuga á að koma og sýna köttinn sinn á haustsýningum Kynjakatta.

15. apríl 2019

Kynning á tillögum til lagabreytinga á Aðalfundi 2019

Tvær tillögur að lagabreytingum munu koma fram á aðalfundi Kynjakatta 27.apríl næstkomandi.

15. apríl 2019

Kynning á frambjóðendum til stjórnar 2019

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn 27. apríl nk. kl. 13:00 í salnum hjá dýraspítala Garðabæjar. Kosið verður meðal annars í stöðu ritara, gjaldkera og formanns á fundinum.

9. janúar 2019

Vorsýningar 2019

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og vonandi allir farnir að huga að undirbúningnum.

Sýningarnar varða haldnar 9. og 10. mars í reiðhöllinni í Grindavík.

Lokað hefur verðið fyrir skráningu á sýningarnar og 106 kettir eru komnir á skrá.

Þeir sem hafa áhuga á því að vera dómþjónar er hvatir til að kynna sér málið og hafa samband við yfirdómþjón.

18. desember 2018

Gleðileg jól 2018

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, þökkum árið sem er að líða.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Loðið jólaknús,

Stjórn Kynjakatta.

En um leið og allir eru að hafa gott og gaman þá er vert að minna líka á allar hætturnar sem leynast víða nú yfir jól og áramót. Sjá nánar

20. september 2018

Haustsýningar Kynjakatta 6. og 7. október 2018

Haustsýningar Kynjakatta verða haldnar 6. og 7. október í Funatröð 6, 262 Reykjanesbæ.

Sýningarnar verða opnar almenningi frá 10-16 báða dagana.

Miðaverð inn á sýningarnar er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir 12 ára og yngri. 50% afsláttur er veittur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.

1. ágúst 2018

Haustsýningar Kynjakatta 2018

Opnað hefur verið fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2018, en þær verða haldnar 6. og 7. október næstkomandi. Skráning er opin til að náð hefur verið 120 kettir eða til miðnætti 17. september 2018. Minnum á að finna upplýsingar um kettina, skoða dagsetningar á bólusetningum og auðvitað taka frá helgina þannig að ekkert annað komi í veg fyrir þátttöku. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 6. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu.

24. nóvember 2018

Átt þú skemmtilega sögu af kettinum þínum?

Ef þú ert félagsmaður Kynjakatta og átt einhverja skemmtilega sögu af kettinum þínum þá máttu endilega deila henni með okkur! Okkur langar til að birta skemmtilegar kattasögur í fréttablaðinu okkar sem verður gefið út fyrir sýningar Kynjakatta.

6. apríl 2018

Aðalfundur Kynjakatta 2018

Aðalfundur Kynjakatta 2018 verður haldinn kl.13:00 laugardaginn 5. maí í salnum við dýraspítala Garðabæjar, Kirkjulundi 17.

31. mars 2018

Gleðilega páska

Kynjakettir óska öllum ferfætlingum og þjónum þeirra gleðilegra páska!

Við viljum líka minna fólk að passa vel upp á kettina sína um páskana en hætturnar leynast víða.

21. janúar 2018

Vorsýningar 2018

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og vonandi allir farnir að huga að undirbúningnum.

Sýningarnar eru haldnar 10. og 11. mars næstkomandi í Officera klúbbnum, Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ.

1. október 2017

Haustsýningar Kynjakatta 2017

Haustsýningar Kynjakatta eru helgina 7. og 8. október 2017 í húsnæði Dýraríkisins í Holtagörðum, en nýjir eigendur voru svo góðhjartaðir að hýsa sýninguna að þessu sinni. Athugið að aðgangur er ókeypis að þessu sinni en mun fréttablaðið verða selt á 400 kr.

4. ágúst 2017

Skráning á haustsýningar Kynjakatta 2017

Nú styttist í haustsýningar Kynjakatta 2017, en þær verða haldnar 7. og 8. október næstkomandi. Þemað verður að þessu sinni skært og skræpótt. Skráning er nú þegar hafin og stendur til og með 7. september. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 7. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu. Staðsetning sýningarinnar verður að þessu sinni í Dýraríkinu í Holtagörðum en nýjir eigendur Dýraríkisins komu félaginu til bjargar í húsnæðisleitinni.

26. júlí 2017

Ertu hugmyndaríkur?

Ný stjórn félagsins hittist þann 12. júlí síðastliðinn og fundaði saman í fyrsta sinn. Fyrsta málefnið á dagskrá var að skipa í stöður og nefndir innan félagsins. Búið er að uppfæra hér á vefnum okkar allar nýjar stöður.

20. júní 2017

Framhaldsaðalfundur Kynjakatta 2017

Félagsmenn athugið: ákveðið hefur verið að halda framhaldsaðalfund sunnudaginn 2. júlí næskomandi kl. 18. Fundurinn fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.

25. maí 2017

Niðurstöður frá aðalfundi 2017

Aðalfundur Kynjakatta var haldinn á Kaffi Reykjavík á sunnudaginn var. Fundurinn var nokkuð fjölmennur miðað við fyrri ár en um 46 manns sátu fundinn með stjórnarmeðlimum meðtöldum.

10. maí 2017

Kynning á frambjóðendum til stjórnar 2017

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn 21. maí nk. kl. 14 á Kaffi Reykjavík. Kosið verður meðal annars í stöðu ritara, gjaldkera og formanns á fundinum.

24. apríl 2017

Fræðslufundur vegna lagabreytinga um HCM

Fræðslu- og kynningarfundur verður haldinn næstkomandi laugardag 29. apríl kl. 14.  Kynningin fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.

18. apríl 2017

Aðalfundur 2017 og fræðslufundur fyrir félagsmenn

Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn laugardaginn 29. apríl fyrir félagsmenn en breyting hefur orðið á dagsetningu fyrir aðalfund, en hann verður sunnudaginn 21. maí kl. 14:00 á Kaffi Reykjavík. Staðsetning og tímasetning fyrir fræðslufundinn verður komin á hreint eftir helgi.

1. apríl 2017

Vorsýningar Kynjakatta í Grindavík

Vorsýningar Kynjakatta standa nú yfir um helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík. 

Opið er frá 10-16 báða daga fyrir almenning.

13. mars 2017

Opinn fundur MAST um eftirlitskerfi stofnunarinnar

Matvælastofnun heldur fund um eftirlitskerfi stofnunarinnar kl. 9-12 þriðjudaginn 14. mars á Akureyri og föstudaginn 17. mars í Reykjavík. Fundurinn er öllum opinn en er sérstaklega ætlaður matvælaframleiðendum sem stofnunin hefur eftirlit með, bændum sem og fyrirtækjum, til að fara yfir framkvæmd eftirlits, eftirfylgni og birtingu niðurstaðna úr eftirliti.

9. mars 2017

Félagsfundur 18. mars

Kæru félagsmenn,

Boðað er til almenns félagsfundar laugardaginn 18. mars næstkomandi kl. 13 á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundarins er einföld: almenn umræða og sýningarformið.

25. febrúar 2017

Aðalfundur í maí

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn laugardaginn 13. maí sunnudaginn 21. maí. Staðsetning og tímasetning verður tilkynnt þegar nær dregur.

Eftirfarandi stöður eru lausar hjá félaginu:

  • Formaður
  • Ritari
  • Gjaldkeri
  • Auglýsingastjóri

25. febrúar 2017

Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur

Athugið ræktendur og aðrir sem óska eftir ættbókum: Skráningarstjóri verður frá í nokkrar vikur og þurfa því allar ættbókaumsóknir sem þurfa að vera tilbúnar fyrir sýningu að berast í seinasta lagi 1. mars 2017.

1. febrúar 2017

Opið fyrir skráningar á vorsýningar 2017

Búið er að opna fyrir skráningar á vorsýninar Kynjakatta 2017. Vorsýningar munu standa yfir helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík og er þema sýninganna að þessu sinni Blátt.

28. janúar 2017

Styttist í vorsýningar Kynjakatta

Opnað verður fyrir skráningar á vorsýningar Kynjakatta miðvikudaginn 1. febrúar næstkomandi. Vorsýningar munu standa yfir helgina 1. og 2. apríl og er þema sýninganna að þessu sinni Blátt. Athugið að lokað verður fyrir skráningar þegar 100 kettir hafa verið skráðir en hægt verður að setja á biðlista ef einhverjir detta út.

16. janúar 2017

Áminning til ræktenda

Kynjakettir vilja vekja athygli á því að breyting á reglum Kynjakatta um útgáfu ættbóka tóku gildi núna 1. janúar síðastliðinn. En þessi viðbót var samþykkt á aðalfundi félagsins í fyrra, þann 21. maí 2016.

Vert er að minnast einnig á reglugerð um velferð dýra sem gefin voru út af ríkinu fyrir akkúrat ári síðan, þann 16. janúar 2016, þar sem fram kom að óheimilt er að nota læðu til undaneldis nema hún sé heilbrigð, hafi náð til þess líkamlegum þroska og sé ekki yngri en 12 mánaða.

12. janúar 2017

Félagsgjöldin send út fyrir árið 2017

Félagsgjöld Kynjakatta verða send út á næstu dögum og ættu að birtast í heimabönkum félagsmanna.

27. desember 2016

Gleðilega hátíð kæru kattavinir

Kynjakettir óska kattavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Við minnum einnig kattaeigendur á að byrja að undirbúa gamlárskvöld með tilliti til kattanna sinna.

22. október 2016

Fræðslukynning um tannheilsu katta

Kynjakettir standa fyrir fræðslukynningu um tannheilsu katta í samráði við Sunnevu Eggertsdóttur dýralækni, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19:30.

Kynningin fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.

19. október 2016

Kisudagar í Garðheimum

Kisudagar verða í Garðheimum um komandi helgi þar sem nokkrir félagsmenn Kynjakatta verða á staðnum með kettina sína til kynna tegundirnar.

28. september 2016

Sýnendur á haustsýningum Kynjakatta

Í dag, miðvikudaginn 28. september, fá sýnendur á haustsýningum Kynjaktta sendan póst með öllum upplýsingum fyrir helgina. Mest hefur borist af spurningum um hvenær verður opið fyrir uppsetningu búra, en opið verður frá 16-20,
bæði fimmtudag og föstudag. 

24. september 2016

Kattasýning helgina 1. og 2. október 2016

Sýningar Kynjakatta standa yfir helgina 1. og 2. október í Reihöllinni í Grindavík, að Hópsheiði 34. Opið verður frá 10-16 báða daga fyrir almenning.

Samtals hafa 122 kettir verið skráðir, þar af 8 húskettir og til viðbótar eru 2 félagskettir.

16. september 2016

Tilkynning vegna breytinga á fyrirkomulagi sýninga

Í ljósi þess hve sýningarnar okkar eru smáar miðað við aðrar FIFe sýningar og þar af leiðandi lítil samkeppni í sumum tegundaflokkum, hefur stjórn Kynjakatta ákveðið í samráði við Martein og Aliosa, íslensku dómarana okkar ásamt Annette formanni FIFe  að breyta sýningarforminu til prufu á haustsýningum 2016. Þess má geta að Annette dæmir á viðkomandi sýningu.

16. september 2016

Skráningu lokið á haustsýningar 2016

Búið er að loka fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016. Samtals hafa 121 kettir verið skráðir, þar af 8 húskettir og til viðbótar eru 2 félagskettir.

25. ágúst 2016

Félagsfundur Kynjakatta 8. september

Félagsfundur Kynjakatta verður haldinn á Café Meskí þann 8. september kl 20.
Allir félagsmenn sem ætla sér að koma á haustsýningarnar eru kvattir sérstaklega til að mæta.
Vonumst til að sjá sem flesta!

15. ágúst 2016

Opið fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016

Búið að er opna fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016. Skráning verður opin til og með fimmtudeginum 15. september og lýkur á miðnætti. Þema sýninganna að þessu sinni er "Halloween" eða Hrekkjavaka.

9. maí 2016

Kynning á frambjóðendum fyrir aðalfund 2016

Félaginu hafa borist samtals fimm framboð eftir fjórum stöðum. Guðný Ólafsdóttir og Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir hafa endurnýjað sín framboð fyrir gjaldkera og ritara en þrír nýjir hafa gefið kost á sér.

Athugið að við ætlum að framlengja frestinn til miðnættis á þriðjudagskvöld til að óska eftir utankjörfundar atkvæðisseðlum, sökum þess að 2 frambjóðendur hafa sótt um stöðu varaformanns. Sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að óska eftir seðli.

18. apríl 2016

Aðalfundur Kynjakatta 2016

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn laugardaginn 21. maí næstkomandi kl. 16 á Café Meskí, Fákafeni 11, 108 Reykjavík.

Kosið verður í eftirfarandi stöður innan stjórnar til tveggja ára:

  • Varaformaður
  • Sýningarstjóri
  • Ritari
  • Gjaldkeri

25. mars 2016

Gleðilega páska

Um leið og við óskum öllum dýravinum og loðboltunum þeirra gleðilegra páska, viljum við minna á að gæta þeirra extra vel um páskana þar sem hætturnar leynast víða.

16. mars 2016

Opið málþing á Akureyri um velferð gæludýra

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn 17. mars kl. 13:00 – 16:00 í ráðstefnusal Hótel Kea á Akureyri. Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar um velferð gæludýra, með gagnvirkum umræðum.

3. mars 2016

Kattasýning um helgina

Vorsýningar Kynjakatta standa yfir nú um helgina. Sýningarnar eru haldnar í Askalind 2a, Kópavogi. Þetta er gatan sem er rétt fyrir ofan Bæjarlind (Vesturbæjarís, KFC).

Sýningarnar eru opnar almenningi frá 10-16 báða dagana.

24. febrúar 2016

Málþing um velferð gæludýra

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn, 3. mars kl. 13:00 – 16:00 í fyrirlestrarsal ráðuneytisins að Skúlagötu 4 (1.h.) í Reykjavík. Frítt inn.
Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar um velferð gæludýra, með gagnvirkum umræðum í lokin.

16. febrúar 2016

Vorsýningar Kynjakatta 2016

Lokað hefur verið fyrir skráningar á vorsýningar Kynjakatta 2016. Alls eru 105 kettir skráðir á sýningarnar og þar af 3 félagskettir.

Sýningar standa yfir laugardaginn 5. mars og sunnudaginn 6. mars í Askalind 2a, 201 Kópavogi. Opið verður frá 10-16 báða daga fyrir almenning.

19. janúar 2016

Auglýsum eftir dómþjónum fyrir vorsýningu

Kynjakettir auglýsa eftir dómþjónum fyrir vorsýningar sem haldnar verða helgina 5. og 6. mars næstkomandi.

Til að uppfylla kröfur um hæfni til að vera dómþjónn þarf viðkomandi að:

14. janúar 2016

Opið fyrir skráningu á vorsýningar

Búið er að opna fyrir skráningu á vorsýningar Kynjakatta 2016.

Sýningarnar verða haldnar helgina 5. og 6. mars næstkomandi í Askalind 2a, 201 Kópavogi.

20. desember 2015

Gleðileg jól!

Kynjakettir óska landsmönnum og öllum köttum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Munið að passa uppá kisurnar ykkar um jólin því hætturnar leynast víða.

7. nóvember 2015

Hækkun ættbóka árið 2016

Á stjórnarfundi þann 14. október síðastliðinn var ákveðið að hækka verð ættbóka Kynjakatta úr 4.400 kr í 4.900 kr.

Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2016.

7. nóvember 2015

Óskum eftir myndum fyrir dagatal

Upp kom sú skemmtilega hugmynd á félagsfundi í ágúst að fara í dagatalsgerð til styrkar félaginu. Óskum við því nú eftir myndum af öllum tegundum katta til að setja í dagatalið.

12. október 2015

Úrslit haustsýninga komnar á vefinn

Þá er haustsýningum Kynjakatta lokið þetta árið, en þær stóðu yfir helgina 3. og 4. október síðastliðinn á Smáratorgi. Úrslitin eru komin á vefinn, sjá laugardaginn og sunnudaginn.

16. september 2015

Skráningu er lokið á haustsýningar

Skráningu er lokið á haustsýningar Kynjakatta 2015. Alls hafa 127 kettir verið skráðir á sýningarnar og 2 félagskettir.

Sýningar standa yfir laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. október næstkomandi á Smáratorgi við hlið Bónus. Opið verður á sýningarnar frá kl. 10-17 báða dagana.

31. ágúst 2015

Skráning er hafin á haustsýningar 2015

Haustsýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 3. og 4. október í húsnæði Sport direct, Smáratorgi 1 í Kópavogi (við hliðina á Bónus). Skráning verður opin til 15. september næstkomandi.

Skráðu þig hér.

28. júlí 2015

Félagsfundur 29. ágúst

Kynjakettir bjóða félögum á félagsfund sem haldinn verður laugardaginn 29. ágúst næstkomandi kl. 14:00 á Kaffi Meski Fákafeni 9.

28. júní 2015

Gleðilegt sumar!

Nú loks er sólin farin að láta sjá sig oftar og þá er tilvalið að segja gleðilegt sumar og njótið nú vel.

Annars vildum við bara láta vita af því að nýju stjórnarmeðlimirnir eru komnir með netföng og símanúmer inná síðuna okkar.

Hafið það gott í sumar! :)

12. maí 2015

Frambjóðendur í stjórn Kynjakatta 2015

Félaginu hafa borist eftirfarandi framboð:

9. maí 2015

Skemmtikvöld og aðalfundur framundan

Skemmtikvöld Kynjakatta verður haldið laugardagskvöldið 16. maí næstkomandi á Hressó. Kvöldið byrjar kl. 20 og verður tilboð á barnum fyrir gesti. Stigahæstu kettir og ræktendur ársins 2014 vera verðlaunaðir á kvöldinu.

16. apríl 2015

Aðalfundur Kynjakatta 2015

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn sunnudaginn 17. maí næstkomandi kl. 15 á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavik.

5. apríl 2015

Kynjakettir 25 ára

Í dag, 5. apríl fagna Kynjakettir 25 ára afmæli.

Félagið var stofnað þann 5. apríl 1990 og voru forvígismenn stofnunar félagsins þeir Þórður J. Þórisson og Vignir Jónsson. Til gamans má geta að stofnfélagar voru um 40 en í dag eru félagsmenn vel yfir 200 manns.

3. apríl 2015

Gleðilega páska

Kynjakettir óska öllum tví- og fjórfættlingum gleðilegra páska.

Einnig viljum við nota tækifærið og minna ykkur á að hætturnar á heimilinu leynast allsstaðar þegar verið er að skreyta fyrir páskana, því slógum við saman í eina grein um hvað ber að varast.

Húskettirnir Ljúfa og Pjakkur

15. mars 2015

Úrslit frá vorsýningum komnar á vefinn

Vorsýningum Kynjakatta er lokið.  Þær stóðu yfir seinustu helgi, 7. og 8. mars á Smáratorgi í Kópavoginum og var mjög góð mæting á sýninguna. Úrslit sýninganna eru komnar á vefinn, sjá laugardaginn og sunnudaginn.

7. mars 2015

Sýning Kynjakatta um helgina

Sýningar Kynjakatta standa yfir nú um helgina á Smáratorgi 1. Opið er báða dagana frà 10-16.

2. mars 2015

Þrif og uppsetning fyrir sýningu

Kæru félagsmenn, sýnendur og aðrið sem vilja hjálpa til,

Við ætlum að hittast kl. 17:30 á fimmtudaginn til þess að þrífa gólið og setja upp sýninguna á Smáratorgi 1.

27. febrúar 2015

Leitum eftir dómþjónum á vorsýningar 2015

Þessi sæti kisulingur heitir Úlfur og verður á vorsýningunum um næstu helgi, 7. og 8. mars ásamt 107 öðrum fallegum kisukeppendum. Sýningin er haldin á Smáratorgi 1 í Kópavogi.

Kynjakettir leita eftir dómþjónum til þess að aðstoða við sýninguna.

17. febrúar 2015

Þema vorsýninga 2015

Skráningu á vorsýningar Kynjakatta lauk nú á sunnudag og varð þemað Gull & silfur fyrir valinu með yfirburða fjölda atkvæða!

31. janúar 2015

Skráning er hafin á vorsýningar 2015

Skráning er opin þar til þessi tengill lokast:
,,skráningar á næstu alþjóðlegu sýningar Kynjakatta".

Vorsýningarnar í ár verða óvenju snemma, helgina 7. og 8. mars, en ákveðið var að hafa þær ekki nálægt páskunum þetta árið svo sem flestir gætu tekið þátt. Sýningin verður haldin á Smáratorgi, í húsnæðinu þar sem Sports Direct var.

29. janúar 2015

Gögn fyrir sýningu þarf að póstleggja í síðasta lagi 5. febrúar

Ræktendur katta sem ætla að sýna á vorsýningum Kynjakatta þann 7. og 8. mars næstkomandi þurfa að póstleggja öll gögn til skráningarsstjóa í síðasta lagi 5. febrúar. Athugið að póststimpillinn gildir.

19. janúar 2015

Félagsgjöld Kynjakatta 2015

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöld Kynjakatta 2015 eru komin í heimabankann. Athugið að ekki verða prentaðir greiðsluseðlar í ár, heldur birtast þeir eingöngu í heimabankanum.

8. janúar 2015

Lækkun sýningargjalda fyrir húsketti

Kynjakettir lækka sýningargjöld fyrir húsketti á alþjóðlegum sýningum Kynjakatta. Fyrir lækkun var verðið 5.900 kr. en verður nú 2.500 kr. fyrir hvern húskött.

30. nóvember 2014

Jólastjarna og greni, hættulegt köttum

Þá er jólamánuðurinn að ganga í garð og eru margir hverjir byrjaðir að setja upp jólaskraut og seríur til að létta yfir skammdeginu.

21. október 2014

Kynjakettir í norskum fjölmiðlum

Í september síðastliðnum var fjallað um Ísland og Kynjaketti í norska kisublaðinu Aristokatt.

Kynjakettir fengu leyfi til að birta myndir af greininni:

17. október 2014

Tegundakynning Kynjakatta í Garðheimum

Nú um helgina fer fram tegundakynning Kynjakatta frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag í Garðheimum.

13. október 2014

Haustsýningum Kynjakatta lokið

Kæru kisuvinir,

úrslitin frá sýningunum 4. og 5. októbereru komin inn, sjá hér.

27. september 2014

Haustsýningar Kynjakatta, 4.-5. október 2014

Hauststýningar Kynjakatta verða haldnar um næstu helgi, 4. og 5. október í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA. Opið verður báða dagana frá kl. 10-16 og er aðganseyrir 800 kr. 50% afsláttur er veittur gegn framvísun félagsskírteinis Kynjakatta.

Mynd: Anna María Moestrup

21. september 2014

Stigahæstu kettir síðasta árs komnir inná vefinn

Í gærkvöldi fór fram verðlaunaveiting fyrir stigahæstu ketti ársins 2012 og 2013 á Hressingarskálanum í Austurstræti.

Úrslitin fyrir árið 2012 komu þó inná vefinn í byrjun árs 2013 en verið var að tilkynna í fyrsta skipti stigin fyrir árið 2013 á kvöldinu.

14. september 2014

Hauststýningar Kynjakatta, hægt að skrá út vikuna

Hauststýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 4. og 5. október næstkomandi í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA. Þema sýninganna verður eldur & ís, en kosning átti sér stað á skráningaforminu.

10. september 2014

Alþjóðlegar sýningar Kynjakatta í Kauptúni Garðabæ

Þá er loks komið á hreint hvar haustsýningar Kynjakatta verða til húsa, en að þessu sinni verða þær haldnar í Kauptúni Garðabæ, á móti IKEA.

9. september 2014

Kynjakettir auglýsa eftir dómþjón

Hefur þú áhuga á köttum? Langar þig til að fræðast jafnvel aðeins meira um þá?

Kynjakettir leita eftir dómþjónum fyrir haustsýninguna sem verður haldin 4.-5. október næstkomandi.

27. ágúst 2014

Félagskvöld og stigahæstu kettir síðasta árs

Félagskvöld Kynjakatta verður haldið laugardaginn 20. september næstkomandi á Hressingarskálanum í Austurstræti frá kl. 20-00.

19. ágúst 2014

Haustsýningar Kynjakatta 2014

Við höfum opnað fyrir skráningu á haustsýningum Kynjakatta 2014 en þær  verða haldnar 4. og 5. október næstkomandi.

8 kettir skráðir

8. ágúst 2014

World Cat Day 2014 - Alheimskattardagurinn!

Í dag föstudaginn 8. ágúst er svokallaður Alheimskattardagurinn. Hann var stofnaður árið 2002 af International Fund for Animal Welfare í Bandaríkjunum. En þessi dagur er tileinkaður köttum um heim allan og ættu allir kettir skilið smá extra knús í dag.

30. júlí 2014

Greinar úr Kynjakattablöðunum

Kæru kattavinir, á næstunni munu streyma inn greinar á vefinn sem áður hafa birst í útgefnum fréttabréfum Kynjakatta síðustu ár. Þetta er kærkomin viðbót við vefinn okkar, bæði til að auka fræðslu og hafa gaman af.

13. júlí 2014

Gleðilegt Sumar!

 

Kynjakettir óska landsmönnum gleðilegs sumars!

7. maí 2014

Árshátíð Kynjakatta

Árshátíð Kynjakatta verður haldin þann 24. maí næstkomandi á Kaffi Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 19:30 og verða viðurkenningar fyrir stigahæstu ketti ársins 2012 og 2013 afhentar á milli rétta.

26. apríl 2014

Aðalfundur Kynjakatta 2014

Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn 24. maí n.k. á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, Reykjavík kl 17:00.

10. apríl 2014

Vor sýningum Kynjakatta 2014 er lokið

Á sýningunum voru um 115 kettir. Í þessum hópi mátti finna flestar þær tegundir sem ræktaðar eru á Íslandi og einnig mátti finna nokkra húsketti sem alltaf er gaman að sjá á sýningum.

1. mars 2014

Vorsýningar Kynjakatta 2014

Vorsýningar Kynjakatta verður haldin helgina 5. og 6. apríl næstkomandi. Athugið að aðeins er pláss fyrir 120 ketti á sýningunni og verður þema sýningarinnar "Himingeimurinn & Stjörnuljós".

5. desember 2013

Jólakötturinn 2013

Við hvetjum fólk að kíkja í Húsdýragarðinn milli 11:00 og 15:00  laugardaginn 7. desember næst komandi  til að kíkja á frábæra ketti frá Kynjaköttum sem keppa um titilinn ,,jólakötturinn 2013".

28. júní 2013

Lagabreytingar fundur

Sameinaður er framhaldsaðalfundur var haldinn að Resturant Reykjavík þann 29.06.2013 kl 14:00, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík (,,blái salurinn" efri hæð).

14. júní 2013

Lagabreytingar fundur framundan

Sameinaður er framhaldsaðalfundur þar sem ætlunin er að tilnefna aganefnd og lagabreytingarfundur.

30. maí 2013

FIFé GA 2013

Yfirleitt birtum við fréttir af aðalfundi FIFé í haustblaði Kynjakatta en í dag var samþykkt það stór breyting að við í stjórn ákváðum að best væri að birta hana strax hér á heimasíðu Kynjakatta.

19. apríl 2013

Ræktendur - Umsókn um ættbækur

Vinsamlegast athugið að skráningastjóri verður í sumarleyfi í  júní 2013.

13. apríl 2013

Vorsýningar Kynjakatta 2013

Vorsýningum Kynjakatta 2013 er lokið.

10. janúar 2013

Félagsgjald 2013

Kæru félagsmenn, Það myndi auðvelda sjálfboðastarf innan félagsins töluvert sé hinkrað eftir því að það birtist greiðsluseðill fyrir félagsgjaldinu í heimabankanum í stað þess að millifæra.

10. janúar 2013

Almennur félagsfundur

Þann 19. janúar næst komandi kl 14:00, verður haldinn almennur félagsfundur á kaffihúsinu Café Meski, Fákafeni 9.

10. október 2012

Haustsýningar 2012

Haustsýningum Kynjakatta 2012 er lokið.

29. ágúst 2012

Nýr skráningarstjóri

Nýr skráningastjóri Sveinn Svavarsson tók við störfum 28.08.2012, við bjóðum hann hjartanlega velkomin og þökkum Önnu og Hrefnu Jónsdætrum kærlega fyrir vel unnin störf en þær voru skráningastjórar frá lok árs 2007 til haustsins 2012.

12. janúar 2012

Reglubreytingar hjá FIFé varðandi ræktun á Norskum skógarköttum

Ræktunarráð Kynjakatta vill minna reglubreytingar hjá FIFé varðandi ræktun á Norskum skógarköttum.

24. febrúar 2011

Heiðursfélagi Kynjakatta látinn

Frú Sigríður Heiðberg lést að morgni 22. febrúar eftir erfið veikindi.

11. janúar 2008

Ný einangrunarstöð hefur hafið starfsemi

Hvatastaðir ehf. er í húsnæði gömlu einangruninnar í Hrísey. Einangrunarstöð fyrir gæludýr var starfrækt í umræddu húsnæði árin 1991-2006.

6. janúar 2008

Eyðublöðin uppfærð

Eyðublöð félagsins hafa verið uppfærð. Eru félagsmenn vinsamlega beðnir að nota nýju eyðublöðin í samskiptum sínum við félagið.

23. apríl 2007

Yfirlýsing frá Dýrheimum sf

Vegna frétta af mengun í gæludýrafóðri vilja Dýrheimar sf, umboðsaðili Royal Canin á Íslandi, koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri.

22. apríl 2007

Yfirlýsing frá Vistor hf

Vegna frétta um eitrun af völdum mengunar í gæludýrafóðri sem rakin er til galla í hveitiglúten framleiðslu vill Vistor hf taka það fram að ekkert fóður frá Hill´s, hvorki dósir né þurrfóður, sem framleitt er og dreift í Evrópu inniheldur hveitigluten mjöl.

12. mars 2007

Nýir skráningarstjórar

Í dag tóku nýjir skráningarstjórar við ættbókarskráningu hjá félaginu.

9. nóvember 2006

Stjórnarfundir

Stjórn félagsins heldur fundi minnst 4x á ári en ákvarðar það eftir málum sem koma upp. Að jafnaði þarf að halda fund í það minnsta fyrir sýningar. Fundir eru haldnir á heimilum stjórnarmeðlima og skipta þeir því með sér eftir hentisemi.

3. mars 2006

Tilmæli FIFe vegna H5N1 fuglaflensu

Heilsu- og velferðarnefnd Fédération Internationale Féline sendi í gær frá sér tilmæli og ráðleggingar vegna frétta um ketti sem smitast hafa af H5N1 fuglaflensu.

24. nóvember 2005

Samstarf KKÍ og VÍS

Í lok árs 2005 undirrituðu forsvarsmenn Kynjakatta og VÍS samning sem hefur og mun án vafa koma félagsmönnum vel í framtíðinni.