Aðalfundur Kynjakatta 2018
Aðalfundur Kynjakatta 2018 verður haldinn kl.13:00 laugardaginn 5. maí í salnum við dýraspítala Garðabæjar, Kirkjulundi 17.
Fundurinn verður haldinn samkvæmt lögum og reglum Kynjakatta um aðalfundi og samkvæmt þeim á núna að kjósa um eftirfarandi stöður í stjórn :
Varaformaður
Helga Karlsdóttir, núverandi sýningarstjóri hefur boðið sig fram.
Gjaldkeri
Anna María Moestrup, starfandi gjaldkeri hefur boðið sig fram.
Ritari Vantar framboð eða tilnefningar í stöðu.
Sýningarstjóri
Jósteinn Snorrason hefur boðið sig fram.
Engar tillögur að laga eða reglu breytingum bárust stjórn fyrir laugardaginn 14. apríl.
Einnig leitum við eftir áhugasömum einstaklingum til að halda utan um og ritstýra blaðaútgáfu Kynjakatta og til að manna auglýsingarnefnd og nóg að fá þær upplýsingar fyrir aðalfund.
Í lokinn viljum við benda á að krafa fyrir félagsgjöldum 2018 var send í heimbanka félagsmanna og ætti að vera undir liðnum valgreiðslur hjá þeim sem enn hafa ekki greitt.
Hafi einhver félagsmaður ekki fengið kröfu í heimabankann sinn þá vinsamlegast hafið samband.
Kveðja
Stjórn Kynjakatta
stjorn@kynjakettir.is