Aðalfundur Kynjakatta 2015
Aðalfundur Kynjakatta verður haldinn sunnudaginn 17. maí næstkomandi kl. 15 á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavik.
Kosið verður í eftirfarandi stöður innan stjórnar til tveggja ára:
- Formaður
- Ritari
- Gjaldkeri
Umsóknir um framboð þurfa að berast fyrir 3. maí 2015 á netfangið: kynjakettir@kynjakettir.is.
Einnig má framboðið vera skriflegt en það skal þá senda á:
Kynjakettir Kattaræktunarfélag Íslands
Þórðarsveigur 6 - 102
113 Reykjavík
Á framboði skal tekið fram nafn þess er sækir um, kennitala og hvaða embætti er verið að bjóða sig fram í.
Athugið að til þess að geta boðið sig fram verður viðkomandi að vera búinn að greiða félagsgjöldin fyrir árið 2015, hafa skilað inn umsókn um félagsaðild og vera 18 ára eða eldri.
Dagskrá fundarins
- Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
- Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
- Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
- Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Lagabreytingar.
- Kosningar til stjórnar, sbr. 22. gr.
- Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
- Önnur mál.