Yfirlýsing frá Vistor hf
Vegna frétta um eitrun af völdum mengunar í gæludýrafóðri sem rakin er til galla í hveitiglúten framleiðslu vill Vistor hf taka það fram að ekkert fóður frá Hill´s, hvorki dósir né þurrfóður, sem framleitt er og dreift í Evrópu inniheldur hveitigluten mjöl.
"Við fullvissum viðskiptavini okkar um að allar Hill´s vörur má gefa með áframhaldandi öryggi með tilliti til bæði gæða og framúrskarandi næringarinnihalds."
Hill´s hefur óumbeðið innkallað Prescription Diet m/d feline þurrfóður sem er framleitt í Bandaríkjunum en það hefur á engan hátt áhrif á það fóður sem dreift og framleitt er í Evrópu og m.a. selt á Íslandi sem eins og áður segir inniheldur ekki hveitiglúten mjöl.