FIFé GA 2013
Yfirleitt birtum við fréttir af aðalfundi FIFé í haustblaði Kynjakatta en í dag var samþykkt það stór breyting að við í stjórn ákváðum að best væri að birta hana strax hér á heimasíðu Kynjakatta.
Um er að ræða breytingu á tegundaflokkum á sýningum sem mun taka gildi 01.01.2016 að öllu óbreyttu.
Eins og áður hefur komið fram mun þessi breyting ekki taka gildi fyrr en 01.01.2016 þar sem Dómara og staðlanefnd FIFé þarf tíma til að skipuleggja endurþjálfun dómara. Ástæða fyrir þessari breytingu er að skapa sýningarumhverfi sem er byggt á sanngjarnari skiptingu og að samkeppni milli tegunda í Best In Show sé sem jöfnust. Hins vegar eins og glöggir sjá þá mun þetta ekki auka jöfnuð á samkeppni milli tegunda í Best In Show á Íslandi heldur flytja að mestu samkeppnina úr tegundaflokki III yfir í tegundaflokk IV. Hins vegar veitir þessi breyting á gott fyrir FIFé sem heild og því ber að fagna. Einnig er gott að hafa í huga að fjölgun í tegundum getur breyst á stuttum tíma og því gæti þetta nýja kerfi jafnvel átt betur við hjá okkur þegar kemur að því að taka það í gildi.