Félagsgjöldin send út fyrir árið 2017
Félagsgjöld Kynjakatta verða send út á næstu dögum og ættu að birtast í heimabönkum félagsmanna.
Við viljum minna félagsmenn á að gjöldin hafa hækkað úr 4.500 kr. upp í 4.750 kr. fyrir einstaklinga en fjölskylduaðild hefur hækkað úr 6.500 kr. upp í 6.750 kr. Þetta var breyting sem sett var fram á aðalfundi 2016 af félagsmönnum og samþykkt á fundinum.
Sjá nánar á fundargerð frá aðalfundi 2016.