Heiðursfélagi Kynjakatta látinn

24. febrúar 2011

Sigríður Heiðberg Sigríður Heiðberg

Frú Sigríður Heiðberg lést að morgni 22. febrúar eftir erfið veikindi.

Sigríður var kosin formaður Kattavinafélags Íslands árið 1989. Þegar kattaathvarfið í Kattholti var opnað árið 1991 gerðist Sigríður forstöðukona þess og stýrði því allt þar til hún lést.

Sigríður var fyrsti og eini heiðursfélagi Kynjakatta, en þá viðurkenningu fékk hún fyrir ötula baráttu fyrir bættum hag katta á Íslandi og óeigingjarnt starf í þágu heimilslausra katta.

Hún gerðist félagi í Kynjaköttum fljótlega eftir stofnun félagsins og tók þátt í flestum sýningum sem félagið hefur haldið.

Sigríður var fyrirmynd öllum kattavinum og verður hennar sárt saknað.

Megi hún hvíla í friði.


Stjórn Kynjakatta.