Reglur Kynjakatta um útgáfu ættbóka
Dagsetning gildistöku: 01.06.2004.
1. gr.
Reglur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands (KKÍ) og Fédération International Féline (FIFe) gilda fyrir alla félaga í KKÍ og eiga við hvort sem kettir eru seldir eða gefnir.
2. gr.
Félagsmenn KKÍ skulu sækja um ættbækur fyrir alla kettlinga sem þeir rækta og skal skrá alla kettlinga í goti samtímis. Umsóknir skulu vera á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem fást hjá KKÍ hverju sinni. Með umsókn skulu fylgja þau gögn sem tilgreind eru á umsóknareyðublöðunum. Pörunarvottorð, undirritað af eiganda fresskattarins, skal fyglja umsókn um ættbækur. Undanþága frá þessari reglu er veitt vegna katta sem ekki uppfylla kröfur um RIEX eða LO skráningu. [Á umsóknareyðublaði skal tilgreina staðlað og einstakt örmerki allra kettlinga sem fæddir eru eftir 1. júlí 2006 og skal fylgja umsókninni staðfesting dýralæknis um að kettlingarnir hafi verið örmkertir.]1
2.1. gr.
Þegar ræktaðir eru Maine Coon kettir:2
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins séu ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók.
- Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).
2.2. gr.
Þegar ræktaðir eru Norskir Skógarkettir:
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir GBE-1 geninu (GSD IV – glycogen storage diease), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af GSD IV.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá GSD IV stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af GSD IV má ekki para saman við aðra bera af GSD IV.
2.2. gr.
Þegar ræktaðir eru Ragdoll kettir:3
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).
3. gr.
[Ræktunarráði er heimilt að hafna umsók um ættbækur ef ekki eru gefnar fullnægjandi upplýsingar samkvæmt umsóknareyðublaði, ef tilskilin vottorð vantar, ef ekki eru tilgreind stöðluð og eintsök örmerki foreldra gots eða ef upplýsingar á ættbókarbeiðni standast ekki gildandi lögmál um erfðafræði katta.]1 Ræktuarráð getur í slíkum tilfellum og í vafatilfellum heimilað útgáfu ættbóka og skal þá að öllu jöfnu skrá ræktunarbann í ættbók.
4. gr.
Umsóknir um ættbækur skal send til KKÍ áður en kettlingar ná fjögurra mánaða aldri og skal ræktandi greiða fyrir ættbækurnar og senda greiðslukvittun með umsóknum. Ef sótt er um ættbækur eftir fjögurra mánaða aldur kettlinga tvöfaldast verð ættbókanna, sjá gildandi gjaldskrá KKÍ hverju sinni.
5. gr.
Allir félagsmenn KKÍ skulu láta ættbækur fylgja kettlingum og fullvöxnum köttum sem þeir láta frá sér, ásamt heilsufarsvottorði frá dýralækni. Einnig skulu þeir fylla út eigendaskiptabeiðni og skila til KKÍ. Fresta má að skila eigendaskiptabeiðni til KKÍ þar til kaupandi hefur uppfyllt ákvæði í skriflegum samningi gerðum á milli ræktanda og seljanda, sjá Ræktunar- og skráningarreglur FIFe, grein 2.3.1.
Kettlinga má ekki afhenda á ný heimili fyrr en 14 vikna og eiga þá að vera full bólusettir samkv. ræktunar og skráningarreglum FIFe 2.3.3 ( Tók gildi 1.1.2023)4
6. gr.
Eigendur beggja foreldra kettlinga sem sótt er um ættbækur fyrir skulu vera félagsmenn í KKÍ og hafa greitt félagsgjald þess árs sem kettlingarnir fæðast. Undanþágu er hægt að sækj um til ræktunarráðs, ef eigandi fresskattar er ekki félagi í KKÍ heldur öðru kattaræktarfélagi sem KKÍ viðurkennir.
7. gr.
Forræði yfir ketti gagnvar KKÍ er í höndum skráðs eiganda samkvæmt eigendaskrá félagsins. Skráðum eiganda er einum heimilt að undirrita pörunarvottorð, umsókn um ættbækur eða annað þar sem undirskrift eiganda er krafist. Séu tveir eða fleiri eigendur skráðir fyrir ketti skulu þeir tilkynna til KKÍ með skriflegu umboði hvor/hver þeirra megi fyrir hönd eigenda undirrita þau skjöl þar sem undirskrfit eiganda er kraftist eða undirrita báðir/allir. Að minnsta kosti einn skráður eigandi skal vera lögráða.
8. gr.
[Við skráningu innfluttra katta skal eigandi senda Ræktunarráði KKÍ frumrit ættbókar kattarins, upplýsingar um staðlað og einstakt örmerki kattarins, staðfestingu frá kattaræktarfélagi því sm kötturinn var skráður hjá um að vera skráður eigandi og staðfestingu á að kötturinn hafi verið fluttur löglega til landsins.]1 Ræktunarráð metur ættbókina samkvæmt Ræktunar- og skráningarreglum FIFe, grein 4.3. og skráir köttinn hjá KKÍ ef ættbók hans stenst þær kröfur sem gerðar eru.
9. gr.
Glatist ættbók, getur eigandi kattarins sótt um endurgerða ættbók á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Í endurgerð skal koma fram á greinlega hátt að um endurgerð sé að ræða.
10. gr.
Félagsmaður KKÍ sem ekki hefur ræktunarnafn getur sótt um undanþágu til Ræktunarráðs um skráningu eins gots. Kettlingar sem skráðir eru án ræktunarnafns skulu aðeins hafa eitt nafn hver. Ef ræktandi sækir síðar um ræktunarnafn getur hann fengið ræktunarnafninu bætt við nöfn katta úr fyrsta goti.
11. gr.
Nöfn katta skulu að hámarki vera 35 stafir, þar með talið ræktunarnafn og bil milli nafna.
1 Reglur Kynjakatta um örkerkingar, dagsetning gildistöku: 01.07.2006.
2, 3 Lagabreytingar sem samþykktvar voru á aðlfundi 21. maí 2016, dagsetning gildistöku: 01.01.2017.
4 Sett inn í reglurnar vegna breytinga sem samþykktar voru á aðalfundi FIFe 2022