Vorsýningar Kynjakatta 2014
Vorsýningar Kynjakatta verður haldin helgina 5. og 6. apríl næstkomandi. Athugið að aðeins er pláss fyrir 120 ketti á sýningunni og verður þema sýningarinnar "Himingeimurinn & Stjörnuljós".
Dómarar á sýningunum
Með fyrirvara um breytingar
Dómari | Land | I | II | III | IV |
---|---|---|---|---|---|
Pia Nyman | Finnland | X | X | ||
Olga Komissarova | Eistland | X | X | X | X |
Britta Busse | Þýskaland | X | X | X | X |
Sjá nánari upplýsingar um skráningu og verðskrá.
Athugið!
Ætlarðuð að sýna got?
Er kettlingurinn enþá skráður á ræktanda/fyrri eiganda?
Ertu að koma með húskött í fyrsta sinn á sýningu?
Er bólusetningin sýningardýrsins í samræmi við sýningarreglur?
Ertu ekki pottþét gildur félagsmaður?
Ef eitthvað af þessu á við, lestu eftirfarandi vel og vandlega:
Ættbækur
Ekki er fullnægjandi að skila einungis inn umsóknareyðublaði fyrir ættbók. Með umsókn verður að fylgja með kvittun fyrir greiðslu á ættbókunum (millifærið áður en umsókn er send og prentið kvittun út úr heimabanka sem fer með í umslagið). Einnig þarf að skila inn pörunarvottorði, skráður eigandi högnans þarf að undirrita pörunarvottorðið, gætið vel að hvort fleiri en einn sé eigandi högna, læðu eða ræktunarnafns, allir eigendur verða að skrifa undir. Ef þetta er fyrsta got hjá þessum foreldrum verður að fylgja kviðslitsvottorð fyrir báða foreldra gotsins og pungvottorð fyrir högnann.
Allt þetta þarf að vera komið í umslag og sent til skráningarstjóra fyrir 15. mars 2014, ef eitthvað af þessu vantar má reikna með að kettlingarnir úr gotinu komist ekki á sýninguna (póst stimpill gildir).
ATHUGIÐ, KETTLINGAR VERÐA AÐ VERA ORÐNIR 4 MÁNAÐA Á SÝNINGUNNI.
Meira um ættbækur og skráningar.
Eigandaskipti
Einungis skráður eigandi getur sýnt kettling/kött, eigandinn verður jafnframt að vera meðlimur í Kynjaköttum til að geta sýnt. Liggi vafi á hvort búið sé að ganga frá eigendaskiptum á kettinum er lítið mál að senda tölvupóst á skraningarstjori@kynjakettir.is og fá staðfest hver sé skráður eigandi. Komi í ljós að það er ræktandi/fyrri eigandi þarf hann að undirrita eigendaskiptablað og framselja kettinum yfir á þig. Fyrst þá getur þú sýnt köttin svo framarlega sem þú hefur greitt félagsgjöldin í Kynjaköttum og skilað inn umsókn um félagsaðild (athugið þó að skráningarstjóri svarar oftast aðeins á mánudagskvöldum).
Sýna húskött í fyrsta sinn
Einungis félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld 2014 geta sýnt ketti á sýningum Kynjakatta, sé það frágengið þarf að sækja um húskattaskírteini fyrir köttinn. Með umsókn um húskattaskírteinið verður að fylgja vottorð gefið út af dýralækni sem staðfestir að búið sé að framkvæma ófrjósemisaðgerð á kettinum. Með vottorðinu og umsókninni þarf síðan að prenta út kvittun fyrir greiðslu á húskattaskírteininu (millifærið áður en umsókn er send og prentið kvittun út úr heimabanka sem fer með í umslagið). Þetta þarf að berast skráningarstjóra fyrir 15. mars 2014. Heimilsfangið er að finna neðst á umsóknareyðublaðinu. Þegar gefið hefur verið út númer fyrir köttinn af skráningarstjórum og hann skráður er þá fyrst hægt að skrá hann á sýninguna.
Meira um húskött á sýningu.
Bólusetningarreglur
Athugið að reglur um bólusetningar breyttust 01.01.2008.
- Kettir á aldrinum 4-12 mánaða skulu hafa fengið tvær upphafsbólusetningar gegn kattafári og kattainflúensu með u.þ.b. 3-4 vikna millibili, þá síðari í síðasta lagi 15 dögum fyrir sýningu. Mælt er með að kettlingar fái fyrstu bólusetningu á aldrinum 8-12 vikna.
- Kettir 12 mánaða og eldri þurfa að vera með vottorð frá dýralækni um að bólusetning kattarins sé í gildi. Kettir skulu bólusettir í síðasta lagi 15 dögum fyrir sýningu. Ef ekki kemur fram gildistími bólusetningar í vottorðinu þá má ekki vera liðið meira en 1 ár frá síðustu bólusetningu.
- Ef kettir eru bólusettir gegn hundaæði (Rabies) skulu að minnsta kosti liðnir 5 mánuðir frá bólusetningu gegn hundaæði.
Ógild skráning
- Skráning telst ekki gild þegar notað er gamalt skráningareyðublað, eingöngu þessi skráning verður tekin gild: Skráning
- Skráningareyðublöð sem eru vitlaust útfyllt eru ekki tekin gild, ef í vafa leitið hjálpar hjá sýningarritara: vigdis@kynjakettir.is.
- Með skráningu verður að fylgja kvittun fyrir greiðslu eða kreditkorta upplýsingar, annað er ógild skráning (kvittun sendist úr heimabanka á syning@kynjakettir.is, sé greitt með kreditkorti sendist hún sjálfkrafa)
- Sýningardýr skráð af öðrum en skráðum eiganda samkvæmt Kynjaköttum er ekki gilt, til að vera viss um hver sé skráður eigandi sendið fyrirspurn til skráningarstjóra á netfangið skraningarstjori@kynjakettir.is.
- Sé skráður eigandi sýninigardýrs ekki búinn að greiða félagsgjöld fyrir 2014 er skráningin ógild.
Gildur félagsmaður
Hefur greitt félagsgjöldin 2014 og sent með pósti (ekki tölvupósti) umsókn um félagsaðild.
Þáttökugjald
Greiða þarf sýningargjald við skráningu. Greiða skal gjöldin með því að leggja inn á bankareikning Kynjakatta, 0513-26-405550, kt. 460490-1549 eða greiða með greiðslukorti (sjá á verðskrá). Ef lagt er inn á reikning félagsins skal skrifa ,,Sýningargjöld” í skýringu og senda greiðslukvittun með umsókn.
Verðskráin miðast við sýningarhelgina. Ekkert aukagjald er þó sýnt sé báða dagana.
Sýningargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við að sýna, nema að skráning sé dregin til baka fyrir lokadag skráningar, 15. mars 2014.
Dýralæknaskoðun á sýningunni
Verður frá kl. 7:30 til 8:45 á laugardeginum.
Athugið að tilkynna þarf með skýrum hætti ef kettir verða aðeins sýndir á sunnudeginum (sunnudags kettir verða að mæta í dýralæknaskoðun á laugardeginum).
Sýna þarf ættbók, örmerkisskráningu og bólusetningarvottorð við komu í Dýralæknaskoðunina, vanti eitthvað af þessu þrennu verður köttum vísað frá án endurgreiðslu sýningargjalda.
Sýningarbúr
Athugið að sýnendur koma með sín eigin sýningarbúr. Við mælum ekki með að búrin séu minni en 60cm á lengd, búrið má ekki vera mikið dýpra en 60cm þar sem borðin sem þau standa á eru rétt rúmlega það. Best er að innrétta búrið með skjólgardínum til að skýla kettinum frá áreiti annara katta og sýnenda, þó verður að vera sýnilegt inní búrið fyrir sýningargesti. Einnig að hægt er að kaupa taubúr frá Royal Canin 90cm löng sem sem kosta 1.500kr þau eru með skjóli svo ekki þarf að sauma gardínur hjá heildverslunni Dýrheimar s/f, bæjarflöt, Grafarvogi.
Auglýsingar í sýningarskrá
Þeir sem vilja auglýsa í fréttabréfi/sýningarskrá eða gefa verðlaun er bent á að hafa samband við félagið á netfangið auglysing@kynjakettir.is.
Aðstoð, Upplýsingar & Störf
Óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum og öðrum sem vilja taka að sér störf og aðstoða á sýningunni. Manna þarf dómþjónastöður og önnur störf.
Áhugasamir um að vera dómþjónn hafið samband við Guðbjörgu yfirdómþjón í síma 863 8062 eða á netfangið gudbjorg@kynjakettir.is.
Áhugasamir sem vilja hjálpa til við uppsetningu sýningarinnar eða vinna á sýningunni hafið samband við Hörn sýningarstjóra í síma 899 9603, eða á netfangið horn@kynjakettir.is
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum, eða aðstoð við að fylla út skráningareyðublöð, er velkomið að hafa samband á netfangið vigdis@kynjakettir.is.
Eftirfarandi fulltrúar stjórnar veita einnig aðstoð í síma:
Vigdís í síma 821 3703 & Hörn eftir kl 16:00 í síma 899 9603.
Kveðja,
Stjórn og sýninganefnd Kynjakatta.