Ertu hugmyndaríkur?

Ný stjórn félagsins hittist þann 12. júlí síðastliðinn og fundaði saman í fyrsta sinn. Fyrsta málefnið á dagskrá var að skipa í stöður og nefndir innan félagsins. Búið er að uppfæra hér á vefnum okkar allar nýjar stöður.
Einnig var farið yfir dagsetningar á næstu fyrirhuguðu sýningum og við þær umræður kom sú hugmynd upp að fá félagsmenn með í lið til að senda inn hugmyndir af þemum. Við óskum því eftir hugmyndum af þema og verður dregið úr innsendum hugmyndum í lok október, en hægt verður að senda inn hugmyndir til 25. október 2017.
Fyrir áhugasama er hér hægt að lesa fundargerðir stjórnar.