Tegundakynning Kynjakatta í Garðheimum

Nú um helgina fer fram tegundakynning Kynjakatta frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag í Garðheimum.
Yfir 20 kettir af spennandi tegundum verða á svæðinu, þar á meðal: Exotic, Norskur skógarköttur, Ragdoll, Siamese, Persian og Maine Coon.
Einnig verða dýravörukynningar frá ProPlan, Hills, Royal Canin og Arden Grange og boðið verður uppá 20-30% afslátt af gæludýravörum og fóðri.
Endilega að skella sér í Garðheima um helgina og kynnast kisunum okkar betur!
Góða helgi!