Kynning á tillögum til lagabreytinga á Aðalfundi 2019

15. apríl 2019

Tvær tillögur að lagabreytingum munu koma fram á aðalfundi Kynjakatta 27.apríl næstkomandi.

1. Breytingar á skipulagsskrá minningarsjóðs Þórðar J. Þórissonar.

  Leitast er við með þessum breytingum að laga þær að nútímanum og nútíma verklagi en einnig verið að opna á að sjóðurinn komi að fræðslu í formi fyrirlestra.
  Tillöguna má sjá hér.

2. Breytingar á lögum Kynjakatta

  Leitast er við með þessum breytingum að laga þær að nútímanum og nútíma verklagi en einnig verið að reyna laga hluti sem voru óljósir og skiptar skoðanir um túlkun var á.
  Tillöguna má sjá hér.

  Rökfærslur fyrir breytingum.
 
  17.gr. Setningin sem tekin er út á ekki lengur við þar sem upplýsingar í dag er dreyft jafn óðum á samfélagsmiðlum eða heimasíðu félagsins og er þörf á þar til gerðum fundum til þess ekki fyrir hendi.

  19.gr. Á GA2018 hjá FIFe var samþykkt að boðunartími funda yrði styttur í 14 daga og fylgjum við því fordæmi hér. Einnig er tímamörk fyrir aðalfund breytt til að hafa lengra á milli aðalfunds Kynjakatta og aðalfunds FIFe og sett inn hvernig löglega á að boða til aðalfundar.

  22.gr. Verið að fara betur yfir hverjir hafa kosningarrétt og kjörgengi hjá félaginu og taka af vafa.

  25.gr. Farið yfir hverjir eru fullgildir félagsmenn og hvernig þeir öðlast og halda þeim réttindum.  Gr.49 felld niður og innihald hennar skýrð og sameinuð þessari grein.

  27.gr. Lagfæring á orðalagi og ítrekað að félagsumsókn fyrir fjölskylduaðild þarf að innihalda nöfn og kennitölur allra sem eiga að njóta fjölskylduaðildar.

  49.gr. felld niður og sameinuð 25.gr.

  33.gr. Rit og auglýsingarnefnd starfa sem ein nefnd núna og verið að opna á það með lögum.

  36.gr. Staða búrstjóra er ekki lengur til þar sem Kynjakettir eiga ekki lengur sýningarbúrin.

  38.gr. Sama og breyting á 33.gr. en einnig verið að skerpa á vinnubrögðum við sölu á auglýsingum.

  43.gr. Breytingar á lögum Kynjakatta í samræmi við breytingar á skipulagsskrá sjóðsins.

  44.gr. Opna á að lög séu sett sem öðlast gildi frá ákveðinni dagsetningu eins og t.d. áramótum.


Verði ofangreindar greinar samþykktar með hugsanlegum einhverjum breytingum þá verður óskað eftir kosningu um lögin í heild sinni og með samþykki verður samþykktar dagsetningu á lögunum breytt.