Stigahæstu kettir síðasta árs komnir inná vefinn

Í gærkvöldi fór fram verðlaunaveiting fyrir stigahæstu ketti ársins 2012 og 2013 á Hressingarskálanum í Austurstræti.
Úrslitin fyrir árið 2012 komu þó inná vefinn í byrjun árs 2013 en verið var að tilkynna í fyrsta skipti stigin fyrir árið 2013 á kvöldinu.
Kynjaköttur ársins 2013 var GIP ÍS*Fjalldrapa Aisa með 214 stig. Húsköttur ársins varð Figo Banderas, annað árið í röð, með 110 stig og stigahæsti öldungurinn var IP IC Skaði úr Ásum ÍS* með 163 stig.
Nokkuð fjjölmennt var á kvöldinu og var spjallað um kisur langt fram eftir kvöldi.