Opið fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016

Búið að er opna fyrir skráningu á haustsýningar Kynjakatta 2016. Skráning verður opin til og með fimmtudeginum 15. september og lýkur á miðnætti. Þema sýninganna að þessu sinni er "Halloween" eða Hrekkjavaka.
Sýningarnar fara að þessu sinni fram í Reiðhöll Grindavíkur, Hópsheiði 34.
Húskettir eru hjartanlega velkominir á sýningarnar. Kynnið ykkur nánar hvað þarf að hafa í huga þegar húsköttur er skráður á sýningar Kynjakatta.
Kynnið ykkur einnig gátlista Kynjakatta fyrir sýningarnar þar sem flestum spurningum er svarað.