Haustsýningar Kynjakatta 2017
Haustsýningar Kynjakatta eru helgina 7. og 8. október 2017 í húsnæði Dýraríkisins í Holtagörðum, en nýjir eigendur voru svo góðhjartaðir að hýsa sýninguna að þessu sinni. Athugið að aðgangur er ókeypis að þessu sinni en mun fréttablaðið verða selt á 400 kr.
Í fréttablaðinu er meðal annars að finna viðtöl við ræktendur og kattasnyrti, ráðleggingar um böðun og umhirðu katta, og heilagan griðarstað katta í Róm, svo eitthvað sé nefnt. Að kaupa blaðið er góð leið til að styrkja félagið og fræðast meira um þessi skemmtilegu gæludýr.
Opið verður frá 10-16 báða dagana.
Dómarar eru:
- Lone Lund frá Danmörk
- Glenn Sjöbom frá Svíþjóð
- Vladimir Isakov frá Hvítarússlandi
Þema sýninganna er skært og skræpótt!
Sjáumst í banastuði!