Vorsýningar Kynjakatta í Grindavík
Vorsýningar Kynjakatta standa nú yfir um helgina 1. og 2. apríl í Reiðhöllinni í Grindavík.
Opið er frá 10-16 báða daga fyrir almenning.
Miðaverð inn á sýningunna er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.
Þema sýninganna er "Blátt".
Dómarar á sýningunum eru:
- Dieter Filler frá Sviss (all breeds)
- Helene Reiter frá Þýskaland (all breeds)
- Aliosha Romero frá Íslandi (cat. II & III + tegundagrúppu B og C)