Heilsufar katta
Eftirfarandi greinar hafa áður birst í fréttablaði Kynjakatta sem gefin eru út fyrir sýningar. Athugið að þetta eru aðsendar greinar, þýddar úr erlendum miðlum eða skrifað af óháðum aðilum.
Í lok hverrar greinar kemur fram hver skrifaði greinina og hvenær greinin birtist fyrst.
Mataræði og heilsufar katta
Margir kattaeigendur gefa köttunum sínum þurrmat því þeim finnst dósamatur of dýr. En afleiðingin af því er oft að kettir veikjast og menn geta setið uppi með mikinn sjúkrakostnað.
Laser í dýralækningum
Laser er meðferðatækni sem nýlega er farið að nota á dýr hér á landi. Við lasermeðferð er notast við geisla sem fer djúpt inn í vefi án þess að skaða þá. Ljóseindirnar smjúga inn í vefinn og örva efnaskiptin í frumunum. Lasermeðferð eykur blóðflæði og með því dregur úr verkjum, bólgum og örvar gróanda.
Efnaskiptaröskun í Norskum Skógarköttum
Á aðalfundi FIFé 2011 voru settar fram reglur sem skylda ræktendur Norskra Skógarkatta að framkvæma kjarnsýrupróf (DNA) á ræktunardýrunum sínum ella verða ekki gefnar út ættbækur á afkvæmi þeirra.
Mjaðmalos í köttum
HD er stytting á Hip Dysplasia eða mjaðmalos á Íslensku. Mjaðmalos virðist vera mun algengari vandi í köttum en áður var haldið.
Hnéskeljalos hjá köttum
Hnéskeljalos er arfgengur sjúkdómur meðal hunda og katta. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að hnéskelin verður laus, misjafnt er hversu laus, allt frá því að hægt sé að smegja henni úr grópinni með valdi og frá því að hún hættir algjörlega að sitja á sínum stað.
SMA taugahrörnunar sjúkdómur í köttum
SMA er stytting á Spinal Muscular Atrophy, en það er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur sem erfist í köttum.
HCM hjartasjúkdómur í köttum
Hypertrophic Cardiomyopathy eða HCM er arfgengur hjartasjúkdómur sem fyrirfinnst í öllum kattategundum en hann finnst einnig í mönnum og öðrum dýrategundum.