Vorsýningar 2018
Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og vonandi allir farnir að huga að undirbúningnum.
Sýningarnar eru haldnar 10. og 11. mars næstkomandi í Officera klúbbnum, Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ.
Þema sýninganna er það þessu sinni röndótt en þema næstu sýninga er einnig komið inn á vefinn, en þetta voru innsendar tillögur frá félagsmönnum.
Dómarar á sýningunum eru:
- Leslie van Grebst, frá Danmörku, Cat. 1, 2, 3 & 4
- Anne Paloluoma, frá Finnlandi, Cat. 1, 2, 3 & 4c
- Malin Sundqvist, frá Svíþjóð, Cat. 1 & 2
Vakin er athygli félagsmanna á að sýningargjöld hafa hækkað örlítið en stakur köttur kostar nú 6.300 kr, og næsti köttur 4.200 kr.