Auglýsum eftir dómþjónum fyrir vorsýningu

Kynjakettir auglýsa eftir dómþjónum fyrir vorsýningar sem haldnar verða helgina 5. og 6. mars næstkomandi.
Til að uppfylla kröfur um hæfni til að vera dómþjónn þarf viðkomandi að:
- Tala og skilja ensku
- Vera skipulagður og þjónustulundaður
- Vera óhræddur við að bera ókunnuga ketti upp í dóm
- Og vera eldri en 15 ára.
Ekki er nauðsynlegt að vera allan daginn eða báða dagana á sýningunum, en það væri auðvitað ekkert verra.
Ef þú hefur áhuga á þessu skemmtilega starfi og uppfyllir kröfur endilega hafðu samband við Guðbjörgu yfirdómþjón á netfangið gudbjorg@kynjakettir.is og tilgreindu nafn, aldur og síma.