Úrslit frá vorsýningum komnar á vefinn

Vorsýningum Kynjakatta er lokið. Þær stóðu yfir seinustu helgi, 7. og 8. mars á Smáratorgi í Kópavoginum og var mjög góð mæting á sýninguna. Úrslit sýninganna eru komnar á vefinn, sjá laugardaginn og sunnudaginn.
Samtals voru skráðir 110 kettir á sýninguna ásamt 2 félagsköttum, en félagsköttur eru kettir sem ekki eru sýndir dómara heldur halda öðrum félagsskap í búrinu.
Eitthvað af myndum er að finna á Facebook síðu Kynjakatta frá sýningunum en einnig hafa sýnendur verið að pósta myndum í Facebook grúppunni.