Fréttir og tilkynningar

22 júlí 2024

Haustsýningar 2024

Góðir félagar

Það styttist í haustsýningar og vissara að fara að taka frá helgina 5.- 6.október.
Það verður opnað fyrir skráningu í byrjun ágúst og sama form og á síðustu sýningum,
fyrstu 80 kettirnir öruggir inn og svo þarf ca 30 í viðbót fyrir þriðja dómarann.
Lokað verður fyrir skráningu þegar komnir eru 120 kettir eða eigi síðar en 6.september.
Athuga að það er breyting á verði fyrir got sem samþykkt var á aðalfundi
þannig að got með 3 - 5 kettlingum er komið á lægra verð
en got með 6 kettlingum og fleiri er á sama verði og áður.

Nánari upplýsingar koma síðar og það verður tilkynnt þegar skráning opnar.

Kær kveðja
Sigurður

23 mars 2024

Aðalfundur 2024

10 febrúar 2024

Vorsýningar 2024

Vorsýningar 2024

Vorsýningar Kynjakatta verða 9. og 10. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og áður.

Þemað verður "CARNIVAL (Rio de janeiro)"

Lokað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og voru 127 kettir skráðir í þetta sinn.
Minnum sýnendur að ganga frá greiðslu á sýningargjöldum sem fyrst og einnig greiða félagsgjöldin fyrir 2024 sem ættu að hafa borist í heimabanka núna.

Dómarar í þetta sinn eru:
Caroline Stoa frá Noregi
Marteinn Tausen frá Íslandi
Aliosha Romero frá Íslandi
Magdalena Kudra frá Póllandi


Kveðja
Stjórn Kynjakatta




Gátlisti fyrir sýningar.


Nánar...

7 ágúst 2023

Haustsýningar Kynjakatta 2023

7. og 8.október verða haustsýningarnar okkar í reiðhöllinni í Víðidal með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Það er búið að loka fyrir skráningar og búið að skrá 128 ketti á sýningarnar.
Athugið, ef eitthvað er ófrágengið í sambandi við skráningu á sýningu þá verðum við að taka kettina af sýningarskrá, þetta á við t.d. félagsskráningu nýrra félaga, greiðslu félags og sýningargjalda og skráningu kettlinga og innfluttra katta. Því þarf að ganga frá þessum málum sem fyrst.

Dómarar okkar að þessu sinni eru allar með réttindi til að dæma alla tegundarhópa.(Allbreed)

Anna Wilczek frá Póllandi.
Donatella Mastrangelo frá Ítalíu.
Olga Komissarova frá Eistlandi.

Skreytingarþema sýninganna að þessu sinni er "Villta vestrið"


Kveðja
Stjórn Kynjakatta

26 maí 2023

Takmarkanir á Rússland halda áfram.

Kattaræktarfélagið Kynjakettir er einn af rúmlega 40 meðlimum FIFe.
Á aðalfundi FIFe daganna 25-26 maí 2023 var tillaga um að framlengja takmarkanir gegn Rússland því miður feld.
18 meðlimir FIFe, þar á meðal Kynjakettir studdu tillöguna og hefur stjórn Kynjakatta ásamt stjórnum flestra ef ekki allra þessara meðlima ákveðið að standa saman og framlengja þær takmarkanir sem voru í gildi fram að aðalfundi FIFe óháð niðurstöðu fundarins.

Þetta felur í sér eftirfarandi:
1. Meðlimum Kynjakatta er óheimilt að flytja inn ketti fædda í Rússlandi óháð því hver gaf út ættbók og fá ekki útgefna ættbók fyrir þessa ketti hjá Kynjaköttum.
2. Sýnendur búsettir í Rússlandi er óheimilt að taka þátt í sýningum Kynjakatta.
3. Meðlimir Kynjakatta er óheimilt að taka þátt í sýningum í Rússlandi
4. Kynjakettir munu ekki bjóða dómurum frá Rússlandi á sýningar sínar.

Þessi ákvörðun gildir frá 26. maí 2023 og að öllu óbreyttu fram að aðalfundi Kynjakatta 2024.

Fyrir hönd stjórnar Kynjakatta.
Sigurður Ari Tryggvason
Formaður Kynjakatta.
__________________________________________________________________________

Kynjakettir is one of over 40 members of the FIFe.
At the FIFe general meeting on May 25-26, 2023, a proposal to extend the restrictions against Russia was unfortunately rejected.
18 members of FIFe, including Kynjakettir supported the proposal and the board of Kynjakatta together with the boards of most if not all of these members have decided to stand together and extend the restrictions that were in force until the FIFe general meeting regardless of the outcome of the meeting.

This includes the following:
1. Members of Kynjakettir are not allowed to import cats born in Russia regardless of who issued the pedigree and will not obtain a pedigree for them by Kynjakettir.
2. Exhibitors residing in Russia are not allowed to participate in cat shows held by Kynjakettir.
3. Members of Kynjakettir are not allowed to participate in exhibitions in Russia.
4. Kynjakettir will not invite judges from Russia to their shows.

This decision will be reviewed if needed and is valid from May 26. 2023 until the 2024 Kynjakettir general meeting.

On behalf of the Kynjakatta board.
Sigurdur Ari tryggvason
President of Kynjakettir.