Aðalfundur 2021 o.fl.
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Aðalfundur Kynjakatta 2021 var haldin 19. júní síðast liðinn í salnum Gallerí á Grand hótel.
Það var frekar fámennt en góðmennt á fundinum, farið í gegnum málefni aðalfundar og létt spjall á eftir enda var orðið ansi langt síðan við kisufólk höfðum náð að hittast.
Kosið var til nýrrar stjórnar og þau sem voru í framboði hlutu öll kosningu, stjórn kynjakatta er því svona fram að aðalfundi 2022.
Sigurður Ari Tryggvason | formaður til 2023 |
Guðbjörg Hermannsdóttir | varaformaður til 2022 |
Anna María Moestrup | gjaldkeri til 2022 |
Thelma Stefánsdóttir | gjaldkeri til 2023 |
Laufey Hansen | ritari til 2023 |
Rósa Jónsdóttir | ritari til 2022 |
Jósteinn Snorrason | sýningarstjóri til 2022 |
Staða fjármála félagsins er góð og félagsgjöldum því haldið óbreyttum.
Stjórn þarf eitthvað að skoða með fólk í einhverjar nefndir þó að það sé að mestu frágengið.
Undir liðnum önnur mál var meðal annars rætt um kynningar og fræðslu fyrir félagsmenn og/eða ræktendur og hvað væri í boði.
Næst á dagskrá hjá okkur eru haustsýningar 9. og 10. október og er stjórn farin að leita að húsnæði og þiggur allar ábendingar um hugsanlegt 700 - 1000 fm húsnæði.
Að lokum vil ég þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum samstarfið og tíma þeirra í þágu félagsins undanfarin ár.
Kær kveðja
Sigurður Ari Tryggvason
Formaður Kynjakatta