Vorsýningar Kynjakatta 2025

9. febrúar 2025

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Nú er búið að loka fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 8. og 9. mars 2025 í Reiðhöllinni í Víðidal og búið að skrá rúmalega 160 ketti sem gerir þetta fyrstu fjögurra dómara sýningarnar okkar síðan haustsýningarnar 2008 voru haldnar í skugga bankahruns.
Rétt er að minna á gátlistan okkar og undirbúning fyrir sýningar en sérstaklega þarf að passa upp á að bólusetning sé í gildi og ekki yngri en 15 daga þann 8.mars.

Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Búið er að stofna kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum árið 2025. Við minnum á að þau sem ætla að taka þátt í sýningunni verða að hafa greitt félagsgjaldið.

Dómarar á vorsýningum verða:

Alexey Shchukin frá Hollandi, All breed
Jørgen Billing frá Danmörku, All breed
Lone Lund frá Danmörku, All breed
Thea Friškovec-Keller frá Sviss, All breed



Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta