Umhirða katta
Eftirfarandi greinar hafa áður birst í fréttablaði Kynjakatta sem gefin eru út fyrir sýningar. Athugið að þetta eru aðsendar greinar, þýddar úr erlendum miðlum eða skrifað af óháðum aðilum.
Í lok hverrar greinar kemur fram hver skrifaði greinina og hvenær greinin birtist fyrst.
Andfýla katta
Tanna- og gómavandamál eru algeng vandamál hjá köttum og því er ráðlegt að fylgjast vel með og grípa til aðgerða ef þörf krefur.
Kettir á gamlárskvöld
Íslendingar eru duglegir við að sprengja upp á gamlárskvöld, en á þessu kvöldi þarf að huga sérstaklega að dýrunum okkar. Mikill hávaði kemur af öllum þessum sprengingum og stendur litlu loðnu vinum okkar ekki alltaf á sama.
Er hægt að eiga kött þrátt fyrir kattaofnæmi?
Elskar þú ketti en ert með ofnæmi fyrir þeim? Góðu fréttirnar eru þær að það er vel hægt að halda ofnæminu í skefjum svo lengi sem það er ekki lífshættulegt ofnæmi.
Tryggjum öryggi kattanna okkar yfir jólin
Mörg erum við farin að hlakka til jólanna; fá góðan mat, skiptast á pökkum, hitta fjölskyldu og vini og hafa gaman. En hvað getum við gert til þess að kettirnir okkar njóti þessa tíma líka? Því fyrir marga ketti er þetta frekar tími kvíða og stress, og ýmsar hættur leynast hér og þar.
Gleðilegt sumar - sumarblóm og kettirnir okkar
Nú þegar sumarið er gengið í garð og blómin komin í fullan skrúða er full ástæða til þess að athuga betur hvaða blóm og plöntur séu nálægt köttunum okkar og hvort þau séu eitruð fyrir þá.
Tímabundin gelding með Suprelorin
Suprelorin er lyf sem upprunið er hjá lyfjafyrirtækinu Peptech Animal Health, og er ætlað til timabundinnar geldingar á hundum. Það kom fyrst á markaðinn í Ástralíu í desember 2004 og í kjölfarið á Nýja Sjálandi í september árið 2005. Árið 2007 var Suprelorin svo leyft innan ríkja Evrópusambandsins og fleiri lönd hafa fylgt í kjölfarið.
12 hættur jóla
Jafnvel saklausustu aðstæður geta skapað vandamál. Jólatré gegna yfirleitt mikilvægu hlutverki um jólin, en þau eru ekki örugg fyrir ketti - best að horfa á þau úr fjarlægð. Það getur því verið góð hugmynd að skilja köttinn ekki eftir einan í herbergi með jólatrénu.
Gelding katta
Algengast er að bíða með að gelda högna og taka læður úr sambandi þar til þau hafa náð a.m.k. 6 mánaða aldri. Í Bandaríkjunum hafa ófrjósemisaðgerðir á kettlingum (oftast á bilinu 8 til 16 vikna) þó tíðkast í meira en 3 áratugi.
Að kaupa sigurvegara
Ein af spurningunum sem ræktendur heyra hvað oftast er: Hvernig kaupi ég sigurvegara?
Svarið við spurningunni er einfalt: Þú gerir það ekki!!
Tannsjúkdómar og tannhirða hjá köttum
Tannsjúkdómar herja á ketti eins og önnur gæludýr og geta valdið þeim miklum óþægindum. Tannhirða er þeim mikilvæg ekki síður en t. d. hundum. Kettir mynda oft mikinn tannstein, sérlega á jöxlum. Í tannsteininum og í tannholdinu undir honum situr óhemju mikið af bakteríum.
Nokkur ráð vegna flutninga
Flutningar geta verið taugastrekkjandi, sérstaklega fyrir ketti. Kisa mun þurfa sinn tíma til að venjast nýja heimilinu og gott er halda henni innan dyra fyrstu vikurnar.
Hráfæði fyrir ketti
Kettir eru kjötætur sem reiða sig á dýravef til að fullnægja næringarþörf sinni. Í náttúrunni reiða kettir sig á bráð sem hefur hátt magn próteina með hæfilegri fitu og lágmarks kolvetnum.
Hvað þarf að varast á kattarheimili um páskana?
Á mörgum heimilum eru settar upp skreytingar fyrir páskana. Sumir skreyta með litlum páskaungum, þessum sem fylgja súkkulaðieggjunum, sumir hengja upp greinar með páskaskrauti á og margir setja páskaliljur í vasa og hafa á borðum.
Feldumhirða
Hvort sem kötturinn þinn er stutthærður eða síðhærður þá þarf hann alltaf smá aðstoð við feldumhirðuna, jafnvel þótt hann sé mjög duglegur við að þvo sér sjálfur.