Vorsýningar 2020 Aflýst
Vorsýningum Kynjakatta 2020 sem áttu að vera helgina 14. og 15.mars hefur verið aflýst.
Í ljósi umræðunnar um smitvarnir, hugsanlegu banni við samkomum og óvissu um hvort að dómarar og sýnendur kæmu þá hefur stjórn Kynjakatta þurft að taka þessa þungbæru ákvörðun sem mun standa óbreytt
1. Nokkrir sýnendur ætluðu ekki að koma vegna núverandi aðstæðna og nokkrir í viðbót vildu ekki koma á lokaða sýningu sem hefði getað verið málamiðlun sem var í skoðun hjá okkur. Lokuð sýning hefði samt verið með aldrei minna en 60 - 80 manns í þessu þrönga rými og erfitt að koma í veg fyrir smit milli manna við þær aðstæður.
2. Í byrjun síðustu viku óskuðum við eftir staðfestingu frá dómurunum um að þeir kæmu miðað við þáverandi aðstæður og þar sem staðan versnaði hratt hér í síðustu viku þá var í raun bara einn dómari sem staðfesti skilyrðislaust komu sína. Án dómara verður ekki sýning.
3. Nokkur okkar sem voru að fara að sýna eða vinna á sýningunum vinna í tengslum við heilbrigðisgeirann, eru í áhættuhópnum eða tengjast náið einhverjum í honum. Mælst er til að þetta fólk forðist svona samkomur og í raun mun minni.
Stjórn Kynjakatta