Haustsýningar Kynjakatta 2023

7. ágúst 2023

7. og 8.október verða haustsýningarnar okkar í reiðhöllinni í Víðidal með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Það er búið að loka fyrir skráningar og búið að skrá 128 ketti á sýningarnar.
Athugið, ef eitthvað er ófrágengið í sambandi við skráningu á sýningu þá verðum við að taka kettina af sýningarskrá, þetta á við t.d. félagsskráningu nýrra félaga, greiðslu félags og sýningargjalda og skráningu kettlinga og innfluttra katta. Því þarf að ganga frá þessum málum sem fyrst.

Dómarar okkar að þessu sinni eru allar með réttindi til að dæma alla tegundarhópa.(Allbreed)

Anna Wilczek frá Póllandi.
Donatella Mastrangelo frá Ítalíu.
Olga Komissarova frá Eistlandi.

Skreytingarþema sýninganna að þessu sinni er "Villta vestrið"


Kveðja
Stjórn Kynjakatta