Aðalfundur 2016

Aðalfundur Kynjakatta fór fram fyrir rúmri viku, laugardaginn 21. maí, á Café Meskí í Reykjavík. Alls sátu 28 manns fundinn.

1. Fundarstjóri og fundarritari kosinn

Guðbjörg Guðmundsdóttir kosin fundarstjóri og Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir fundarritari.

2. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum

Auglýsinganefnd: Sigríður Rósa Snorradóttir auglýsingastjóri var ekki viðstödd fundin en Guðný Ólafsdóttir gjaldkeri les upp úr skýrslu í hennar stað.
Sýningarnefnd: Hörn Ragnarsdóttir gerði grein fyrir störfum sýningarnefndar.
Ritnefnd: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir gerði grein fyrir störfum ritnefndar.
Aganefnd: enginn á vegum aganefndar sat fundinn.

2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum

Guðbjörg Guðmundsdóttir las skýrslu ræktunarráðs.

4. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum

Guðbjörg Hermannsdóttir fer yfir störf stjórnar.

5. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins

Guðný Ólafsdóttir gjaldkeri fer yfir ársreikning Kynjakatta. Reikningar eru einróma samþykktir.

6. Ákvörðum Félagsgjalda

Félagsmenn leggja fram tillögu að hækka félagsgjöldin.  Félagsgjöld einstaklinga verða hækkuð í 4.750 kr og fjölskylduaðild í 6.750 kr.

7. Lagabreytingar

Stjórn Kynjakatta lagði fram tillögu að viðbótum við reglur Kynjakatta um útgáfu ættbóka:

2.1. gr. Maine Coon (tekur gildi 01.01.2017)
Þegar ræktaðir eru Maine Coon kettir:
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins séu ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók.
- Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

2.2. gr. Norskir Skógarkettir
Þegar ræktaðir eru Norskir Skógarkettir:
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir GBE-1 geninu (GSD IV – glycogen storage diease), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af GSD IV.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá GSD IV stöðu afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af GSD IV má ekki para saman við aðra bera af GSD IV. ( Er þegar til í Fife lögum)

2.2. gr. Ragdoll (tekur gildi 01.01.2017)
Þegar ræktaðir eru Ragdoll kettir:
- Á öllum ræktunardýrum skal framkvæma DNA próf fyrir MyBPC3 geninu (HCM - Hypertropic Cardiomyopathy), nema að sannað sé að báðir foreldrar dýrsins eru ekki berar af MyBPC3.
- Skírteini frá rannsóknarstofu skulu bera skýrt og greinilega örmerki viðkomandi ræktunardýrs.
- Skráningarstjóri skal skrá MyBPC3 stöðu foreldra afkvæma skilmerkilega í ættbók. - Berar af MyBPC3 má ekki para saman við aðra bera af MyBPC3 (tekur gildi 01.01.2019).

Af þeim 48 sem nýttu kosningarrétt sinn (þar af 20 utan kjörfundar) voru allar tillögurnar samþykktar með minnst 32 atkvæðum á móti 16.

8. Kosningar til stjórnar

Í framboði til varaformanns voru Sunna Ingvarsdóttir og Sigurður Ari Tryggvason.
Sunna Ingvarsdóttir var kjörin varaformaður með 28 stigum á móti 20.
Aðrir í framboði voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta.
Til sýningarstjóra: Helga Karlsdóttir
Til gjaldkera: Guðný Ólafsdóttir.
Til ritara: Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir.

9. Kosningar tveggja félagsmanna til að endurskoða ársreikninga og einn til vara

Aðalfundur samþykkti einróma eftir farandi aðlila: Sigríður Rósa Snorradóttir og Anna María Moestrup.

10. Önnur Mál

Margrét B. Magnúsdóttir leggur fram tillögu um að börn fái að taka virkari þátt í sýningum Kynjakatta. Hún er beðin um að semja skriflega tillögu og senda til stjórnar og mun málið verða tekið upp á félagsfundi.

Margrét B. Magnúsdóttir leggur fram tillögu um að reglum verði breytt um stigahæsta ræktandann, þ.e. að það sé ekki fjöldinn sem ræktandi kemur með á sýningu heldur gildi BIS líka. Hún er beðin um að semja skriflega tillögu og senda til stjórnar.

Rætt var um hvort nýr styrktaraðili geti aðstoðað við kaup á bikurum.

Arnar Snæbjörnsson leggur til að farandbikarar verði teknir upp.

Sveinn Svavarsson leggur til að bikarar sem til eru í geymslu Kynjakatta verði notaðir sem farandbikarar.

Fundarstjóri sleit fundi kl. 17:30.

 

Tengd skjöl: