Opið fyrir skráningu á vorsýningar

Búið er að opna fyrir skráningu á vorsýningar Kynjakatta 2016.
Sýningarnar verða haldnar helgina 5. og 6. mars næstkomandi í Askalind 2a, 201 Kópavogi.
Skráning verður opin til og með mánudeginum 15. febrúar.
Þema sýninganna verða Páskar að þessu sinni.
Dómarar verða:
Linda Sviksa frá Lettlandi (cat. 1 og 2)
Charles Spijker frá Hollandi (allar cat.)
Alexey Shchukin frá Hollandi (allar cat.)
Húskettir eru hjartanlega velkominir á sýningarnar. Kynnið ykkur nánar hvað þarf að hafa í huga þegar húsköttur er skráður á sýningar Kynjakatta.
Kynnið ykkur einnig gátlista Kynjakatta fyrir sýningarnar þar sem flestum spurningum er svarað.