Leitum eftir dómþjónum á vorsýningar 2015
Þessi sæti kisulingur heitir Úlfur og verður á vorsýningunum um næstu helgi, 7. og 8. mars ásamt 107 öðrum fallegum kisukeppendum. Sýningin er haldin á Smáratorgi 1 í Kópavogi.
Kynjakettir leita eftir dómþjónum til þess að aðstoða við sýninguna.
Til að uppfylla kröfur um hæfni til að vera dómþjónn þarf viðkomandi að:
- Tala og skilja ensku
- Vera skipulagður og þjónustulundaður
- Vera óhræddur við að bera ókunnuga ketti upp í dóm
- Og vera eldri en 15 ára.
Ekki er nauðsynlegt að vera allan daginn eða báða dagana á sýningunum, en það væri auðvitað ekkert verra.
Viðkomandi þyrfti að koma og hitta yfirdómþjón á miðvikudag eða fimmtudag til að fara yfir það sem er á ábyrgð dómþjóna á sýningunum og hvernig hinar mismunandi kattategundir eru sýndar.
Ef þú hefur áhuga á þessu skemmtilega starfi og uppfyllir kröfur endilega hafðu samband við Jónu Dögg á netfangið jonadogg@kynjakettir.is og tilgreindu nafn, aldur og síma.