Fræðslukynning um tannheilsu katta
Kynjakettir standa fyrir fræðslukynningu um tannheilsu katta í samráði við Sunnevu Eggertsdóttur dýralækni, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19:30.
Kynningin fer fram í húsnæðinu á móti Dýraspítalanum í Garðabæ, eða að Kirkjulundi 19.
Allir eru hjartanlega velkomnir á kynninguna! Frítt er fyrir félagsmenn Kynjakatta en 500 kr fyrir aðra.
Örlítið um Sunnevu dýralækni
Sunneva Eggertsdóttir útskrifaðist úr Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2005 og hefur tekið viðbótarmenntun í dýratannlæknum hjá ESAVS (European School for Advanced Veterinary Studies).
Hún hefur starfað hjá Dýraspítalanum í Garðabæ í um 10 ár.
Sunneva ætlar að ræða um mikilvægi heilbrigðs munnhols og tanna hjá köttum en mun einnig fara í gegnum algengustu sjúkdóma sem koma upp og hvernig er hægt að bregðast við þeim.