Vorsýningar Kynjakatta 2026

13. janúar 2026

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

 

Vorsýningar Kynjakatta verða haldnar þann 7. og 8. mars 2026 í reiðhöllinni í Víðidal.
 
Þar sem skráning undanfarinna sýninga hefur verið með bestu móti þá erum við með fjóra dómara setta fyrir þessa sýningu. Er því pláss fyrir 160 ketti á sýninguna. Ef sú tala næst þá verður strax lokað fyrir skráningu og kettir eftir það fara á biðlista. 
 
Opið er fyrir skráningar til 9. febrúar.
 

Eftir á að ákveða þemað og hægt er að koma með hugmyndir inná félagsmannahóp Kynjakatta inná Facebook.

 
Dómarar sýningarinnar eru:
Marteinn Tausen (IS) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Mirosław Skotarczyk(PL) getur dæmt 1, 2 & 4 
Sebastian Pruchniak (PL) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Veikko Saarela (FI) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
 
Verðskrá:
Fyrsti köttur                                 6.500 kr
Annar köttur o.fl.                        4.500 kr
Got 3 - 5 kettlingar                     9.000 kr
Got 6 eða fleiri kettlingar         13.000 kr
Húsköttur                                    3.000 kr
Félagsköttur (ekki dæmdur)    2.500 kr  
Litadómur                                   1.500 kr
 
ATH! hægt er að skrá ketti núna og skráninginn fer strax í gegn en ekki þarf að greiða fyrren fyrir seinasta skráningadag 9. febrúar 2026.
 
Ef greitt er með millifærslu þá greiðist inná eftirfarandi: kennitala 460490-1549 reikningsnúmer 0513-26-004062
 
Ef greitt er með greiðslukorti fylgið eftirfarandi hlekk
 

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta