Kattasýning um helgina

Vorsýningar Kynjakatta standa yfir nú um helgina. Sýningarnar eru haldnar í Askalind 2a, Kópavogi. Þetta er gatan sem er rétt fyrir ofan Bæjarlind (Vesturbæjarís, KFC).
Sýningarnar eru opnar almenningi frá 10-16 báða dagana.
Miðaverð inná sýningunna er kr. 800 fyrir fullorðna og 400 kr fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.
Þema sýninganna er Páskar.
Dómarar eru:
Linda Sviksa frá Lettlandi (cat. 1 og 2)
Charles Spijker frá Hollandi (allar cat.)
Alexey Shchukin frá Hollandi (allar cat.)