Vorsýningar 2020

12. janúar 2020

Senn líður að vorsýningum Kynjakatta og opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Sýningarnar verða 14. og 15. mars í andyrinu í Víðidal og að þessu sinni eru þetta afmælissýningar þar sem Kynjakettir verða 30 ára núna í vor.
Það væri því gaman að sem flestir sjái sér fært að mæta með kettina sína á sýningu þannig að sýningin verði veglegri en tíðkast hefur síðustu ár.

Opið verður fyrir skráningar til 14. febrúar og það má finna frekari upplýsingar hér.

Dómarar að þessu sinni verða :

Helene Lis frá Svíþjóð, Allround dómari

Anne Paloluoma frá Finnlandi, Cat 1,2,3 og 4c dómari

Marjatta Kosenkangas frá Finnlandi, Cat 1,2 og 4 dómari

Þema sýninganna er það þessu sinni er "Perlur og gull" :)

Þeir sem hafa áhuga á því að vera dómþjónar er hvatir til að kynna sér málið og hafa samband við yfirdómþjón.

Góðar sögur eða greinar til að birta í blaðinu okkar eru alltaf vel þegnar svo og ábendingar um áhugaverða hluti til að skrifa um.

Nánari upplýsingar koma síðar og þessi tilkynning uppfærð jafnóðum og hlutirnir skýrast.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta