Haustsýning Kynjakatta 2025
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Nú styttist í haustsýningu Kynjakatta sem haldin verður helgina 11. og 12 október 2025. Í tilefni þess hefur verið opnað hefur fyrir skráningu á haustsýningu Kynjakatta og verður hún opinn til 11. september 2025.
Á þessari sýningu höldum við uppá 35 ára afmæli Kynjakatta sem er áfangi sem félagið náði í apríl.
Dómarar sýningarinnar eru:
Britta Busse (DE) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Riikka Turpeinen (FI) getur dæmt 1, 2 & 4
Sara Moroni (IT) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Endilega skráið sem fyrst þar sem fyrstu 120 kettirnir komast að og fara aðrir kettir á bið eftir það.
Þemað verður "Under the Sea" eða "Á hafsbotni".
Við tökum á móti skráningum hvort sem þið greiðið strax við skráningu eða síðar.
Þér biðst til að greiða núna með annaðhvort:
- Millifærslu: kennitala 460490-1549 reikningsnúmer 0513-26-004062 og sendið kvittun á gjaldkeri@kynjakettir.is
- Greiðslukorti: https://kynjakettir.is/greitt-med-greidslukorti
Ef ekki er greitt við skráningu þá þarf að klára það fyrir seinasta skráningardag, 11. september 2025. Endilega hafið samband við okkur gegnum gjaldkeri@kynjakettir.is ef þér vantar frekari aðstoð með greiðslur.
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta