Haustsýning Kynjakatta 2025
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Nú styttist í haustsýningu Kynjakatta sem haldin verður helgina 11. og 12 október 2025. Er skráningu lokið og verða 156 kettir sýndir ásamt þeim mun mæta einn félagsköttur.
Á þessari sýningu höldum við uppá 35 ára afmæli Kynjakatta sem er áfangi sem félagið náði í apríl.
Dómarar sýningarinnar eru:
Arja Martikainen (FI) getur dæmt 2, 3 & 4
Britta Busse (DE) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Riikka Turpeinen (FI) getur dæmt 1, 2 & 4
Sara Moroni (IT) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Þemað verður "Under the Sea" eða "Á hafsbotni".
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta