Ársbyrjun 2023
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Gleðilegt nýtt ár og þökkum stundir á liðnum árum.
Nú líður að því að við opnum fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 4. og 5. mars í Reiðhöllinni í Víðidal og því rétt að minna fólk á að finna ættbækurnar og gera sig tilbúin í að skrá. Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.
Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta