Ýmsar greinar
Dreymir ketti?
Kettir geta varið 23 stundum á dag í að lúra, dotta, ná sér í kríu eða bara steinsofa. Þeir hafa tvær lífsreglur: "Ef þú ert í vafa, þvoðu þér" og "Ef þér leiðist, sofðu".
Kettir í Hvíta húsinu
Hér verða taldir upp nokkrir af þeim köttum, lífs og liðnir, sem hafa búið í Hvíta húsinu í Washington.
Eftirfarandi kettir hafa verið gæludýra forseta Bandaríkjanna og fjölskyldna þeirra:
Sigríður Heiðberg, minningarorð
Það stóð til að vera með grein um Kattholt í þessu blaði. Ég hafði tekið að mér að skrifa þá grein og átti hún að byggja á viðtali við frú Sigríði Heiðberg, formann Kattavinafélagsins og forstöðukonu Kattholts. Tilefni þeirrar greinar átti að vera að Kattholt verður 20 ára nú í sumar. Þannig fór að ég náði ekki að taka viðtalið við Sigríði. Hún var veik og búin að liggja um nokkurt skeið á sjúkrahúsi og því kunni ég ekki við að vera að ónáða hana með slíku viðtali þegar svo stóð á.
Karlmenn og gæludýr
Könnun um gæludýr sýnir að karlmenn eru ekki barnanna bestir. Þrír er einum of mikið, segir þriðjungur karlmanna sem myndi frekar velja nýjan maka fram yfir gæludýrið sitt. Það er niðurstaða nýrrar könnunar sem kannaði sambönd á milli eigenda og gæludýra þeirra.
Kettir í sviðsljósinu
Síðasta haust kom út bók í Bandaríkjunum sem er að mörgu leyti merkileg, en það er ljósmyndabók með myndum úr safni John Kobal Foundation.
Ketti bjargað eftir mörg ár á vergangi
Margir kattaunnendur kannast við köttinn Berg sem bjargað var síðastliðinn vetur eftir að hafa verið á vergangi í Hafnarfirði til margra ára. Nýr eigandi Bergs segir hann vera hamingjusaman og gefandi kött í dag. Bergur er þó enn á faraldsfæti því hann flytur erlendis með eiganda sínum síðar í haust.
Kötturinn þinn getur séð hluti sem fyrir þér eru ósýnilegir
Kettir eru af mörgum taldir vera tákn í dulspeki vegna síns fágaða og sveigjanlega líkama og svo getur augnaráð þeirra “dáleitt” hvern sem er…
Fyrsti Maine Coon kötturinn á Íslandi
Fyrsti Maine Coon kötturinn sem vitað er um á Íslandi var Swanycoons Bjorn Again en hann kom til Íslands árið 2000 með Melanie og Jeffrey Plummer. Jeffrey starfaði hjá Hernum á Keflavíkurflugvelli og tók köttinn með sér frá Bandaríkjunm. Bjorn Again var skráður hjá CFA, en hann átti ekki afkvæmi á Íslandi. Hann fékk þó að kíkja sem heiðursgestur á sýningu hjá Kynjaköttum árið 2001. Bjorn Again lést síðan úr veikindum 2004.
17 heilsukostir þess að eiga kött
Þegar hugsað er um hvað gæti bætt heilsu fólks, þá koma gæludýr sjaldnast upp í hugann. Sérstaklega það að eiga kött. En heilbrigðisstarfsfólk og rannsakendur eru að komast að því að kettir geti í raun bætt heilsu manna. Kostirnir við að eiga kött eru umtalsverðir. Hér á eftir koma 17 góðar ástæður fyrir því að eiga kött.
Reynslusaga ræktenda: Snemmgelding
Upplifun mín af geldingu kettlinga er mjög góð. Ég hef svosum ekki verið stór ræktandi en verið að fara með nokkra 13-14 vikna kettlinga á ári.
Kettir dýrka og stjórna konum
Í stuttu máli sagt:
- Samband á milli katta og eigenda þeirra speglar mannleg tengsl, sérstaklega þegar eigandinn er kona.
- Kettir virðast stjórna hvenær þeim er gefið að éta og hvenær þeir fá athygli, á mjög svipaðan hátt og mennsk börn á heimilinu.
- Aldur, kyn og persónuleiki eigenda virðist hafa áhrif á þessi sambönd, en kyn kattarins virðist ekki skipta máli.