Tilkynning vegna breytinga á fyrirkomulagi sýninga

16. september 2016

Í ljósi þess hve sýningarnar okkar eru smáar miðað við aðrar FIFe sýningar og þar af leiðandi lítil samkeppni í sumum tegundaflokkum, hefur stjórn Kynjakatta ákveðið í samráði við Martein og Aliosa, íslensku dómarana okkar ásamt Annette formanni FIFe  að breyta sýningarforminu til prufu á haustsýningum 2016. Þess má geta að Annette dæmir á viðkomandi sýningu.

Þessi breyting lækkar hlutfall BIS katta miðað við skráðann fjölda þátttakanda nær því sem gengur og gerist á öðrum FIFe sýningum. Þessi breyting er hluti af lögum FIFe og hefur lengi verið í boði fyrir okkur.

Breytingin hljóðar svo:

BIS  - Best in Show  

Alls 6 ættbókafærðir kettir geta unnið BIS á hverri sýningu;

Einn kettlingur (4 til 7 mánaða), eitt ungdýr (7 til 10 mánaða), ein fullorðin læða, eitt fullorðið fress, ein geld læða og eitt gelt fress.

BIS er óháð tegundafokki.

BIS er ennþá valið úr þeim köttum sem hafa verið tilnefnir í úrslit (NOM) í hverjum keppnishópi. Bornir eru saman allir NOM kettirnir og besti kötturinn valinn. BIS er hæstu verðlaun sem köttur getur unnið á sýningum FIFe.

Húskettir keppa í sér flokki, en tveir húskettir geta unnið BIS, besti fress og besta læða.

KKÍ verðlaunaflokkar (ekki formleg FIFe verðlaun)

Kynjaköttur sýningar  - BOB - Best Of Best, er valinn þannig:

BIS kettirnir 6 bornir saman og einn þeirra valinn BOB, Best Of Best / Kynjaköttur sýningarinnar.

Besti húsköttur sýningar er valin þannig:

BIS húskettirnir tveir er bornir saman og annar valinn Besti húsköttur sýningar. Þetta á við ef það eru bæði fress og læður á sýningunni. Ef einungis annað kynið er á sýningunni þá er BIS húsköttur hæstu verlaunin.

Besti köttur tegundar -  BKT, er valinn þannig:

BKT er valinn ef 5 kettir eða fleiri keppa af hverri tegund, systurtegundir saman ef ekki eru 5 af hvorri tegund. 

Einn köttur er valinn sem BKT, óháð kyni, frjósemi eða aldri. Þessi verlaun eru veitt á sunnudeginum.

Best snyrtu kettirnir eru valdir á laugardeginum.

 

Þetta þýðir að allir kettir keppa saman óháð tegund, þ.e.a.s. allir kettlingar keppa saman, öll ungdýr keppa saman og svo framvegins. Þetta hefur engin áhrif á stigagjöf eða titla og breytir ekki möguleikum katta að fá stigin sín, það helst algjörlega óbreytt.

 

Þetta fyrirkomulag sparar félaginu töluverða fjármuni þar sem við getum haft 2 dómara, verðlaun verða veglegri og ólíklegt að ræktendur þurfi að smala í bikara.

Dómararnir tveir sem verða á sýningunni eru Annette og Stephe, en þær hafa samþykkt að dæma 60 ketti hvor. Marteinn mun vera innan handar og létta undir með þeim með því að dæma tegundaflokka III og IV á laugardeginum, sem og sjá um að kenna nema sem verður á staðnum. Eru þau öll mjög spennt að taka þátt í þessari tilraun með okkur.

Ef þetta hentar okkur ekki  þá breytum við að sjálfsögðu aftur á vorsýningu 2017.

Ef það er eitthvað sem sýnendur skilja ekki varðandi nýja sýningarformið eða það gamla, þá hefur Vigdís Andersen, sýningarritari, boðist til að vera með kynningu og svara spurningum þegar sýnendur eru að setja upp búrin sín. Líklega á fimmtudegi eða föstudegi fyrir sýningarnar, en nánari tími er auglýstur síðar.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll fyrstu helgina í október og verja með ykkur skemmtilegustu helgi ársins! ☺

 

Stjórn Kynjakatta