Ný stjórn tekur við!
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir
Á aðalfundi Kattaræktarfélags Kynjakatta, sem haldinn var þan. 25þ apríl síðastliðinn, var kosið í stöðurnar formaður, tvo gjaldkera og ritara. Kjörin ný stjórn eru eftirfarandi:
Formaður: Helga Karlsdóttir – Með yfir tveggja áratuga reynslu sem félagsmaður Kynjakatta og hefur hún starfað sem dómþjónn, sýningarstjóri, varaformaður og sýningarritari.
Gjaldkeri: Elín Arnardóttir – Félagsmaður Kynjakatta frá árinu 2012. Reyndur ræktandi Cornish Rex katta með IS*Eagle´s Jewel og var aðstoðar-sýningarritari á síðustu sýningu.
Gjaldkeri: Íris Ajayi – Hefur áður verið varagjaldkeri Kynjakatta í 7 ár og aðstoðar-sýningarritari. Er reyndur ræktandi Maine Coon katta hjá ræktuninni IS*Arctic North.
Ritari: Hanna María Ástvaldsdóttir - Hefur verið félagsmaður í 10 ár og aðstoðað mikið á sýningum Kynjakatta.
Eftir fundinn voru 2 stjórnarmeðlimir sem sögðu sig frá stjórn, vegna persónulegra aðstæðna, en það voru þær Jóna Dís sem var sýningarstjóri og Laufey Rún sem gegndi hlutverki varaformanns. Ný stjórn hefur skipað í þær stöður og voru skipuð;
Varaformaður: Thelma Rut Stefánsdóttir – Hefur verið í stjórn undanfarin ár sem gjaldkeri og yfirdómþjónn á síðustu sýningum.
Sýningarstjóri: Arnar Snæbjörnsson – Félagsmaður síðustu 15 ár og er ræktandi Cornish Rex hjá IS* Arnar´s.
Ný stjórn hefur þegar hafið störf og er tekin við af eldri stjórn. Við þökkum eldri stjórn fyrir sín störf og hlökkum til komandi tíma!