17 heilsukostir þess að eiga kött

Þegar hugsað er um hvað gæti bætt heilsu fólks, þá koma gæludýr sjaldnast upp í hugann. Sérstaklega það að eiga kött. En heilbrigðisstarfsfólk og rannsakendur eru að komast að því að kettir geti í raun bætt heilsu manna. Kostirnir við að eiga kött eru umtalsverðir. Hér á eftir koma 17 góðar ástæður fyrir því að eiga kött.

1. Minni hætta á hjarta- og æðasjúkdómum

Það virðist svo að ef að maður er með kött að þá minnki líkurnar að maður fái hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsókn frá Háskólanum í Minnesota sýnir fram á að þeir sem ekki halda kött séu 30-40% líklegri til að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum en kattaeigendur. Gildir það sama fyrir hundaeigendur? Samkvæmt rannsókninni uppskera hundaeigendur ekki sama ávinning og kattaeigendur.

2. Minnkar líkur á hjartaáfalli

Þú getur minnkað líkurnar á að fá hjartaáfall þegar þú ert með kött. Ekki aðeins að allt hjarta- og æðakerfið þakki þér heldur geturðu minnkað líkurnar á að deyja skyndilega úr hjartaáfalli þegar þú átt kött.

3. Bætt ónæmiskerfi

Það getur hjálpað ónæmiskerfinu að eiga kött. Tilfinningarnar sem maður finnur fyrir í garð kattarins geta haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Kettir vita oft þegar maður er veikur og geta komið og látið manni líða betur og þannig ýtt undir bata og haft jákvæði áhrif á ónæmiskerfið.

4. Minnka líkur á ofnæmi

Ef barneignir eru fyrirhugaðar, þá getur verið gott að fá sér gæludýr. Gæludýr getur komið í veg fyrir ofnæmi hjá börnunum. Það eru rannsóknir sem sýna að ungabörn sem búa með dýrum, sérstaklega köttum og hundum, eru í minni hættu á að fá ofnæmi. Það hjálpar ónæmiskerfinu að vera vanur gæludýrum frá unga aldri.

5. Kemur í veg fyrir astma hjá börnum

Auk þess að hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn fái ofnæmi, þá hefur verið sýnt fram á að sambúð með ketti getur komið í veg fyrir astma í börnum. Ef börnin umgangast ketti getur það komið veg fyrir að börnin fái astma. Samgangur sem hefst snemma við ketti getur komið í veg fyrir börn fái fjöldann allan af öndunarfærasjúkdómum.

6. Lækkar blóðþrýsting

Hægt er að lækka blóðþrýsting með því að njóta þess að eiga kött. Það er satt, með því að eiga kött er hægt að lækka blóðþrýsting. Bara það að klappa kisu er róandi og lækkar blóðþrýsting. Þeir sem eiga gæludýr, samkvæmt rannsókn frá Ríkisháskólanum í New York í Buffalo, eru líklegri til að vera með lægri blóðþrýsting en þeir sem ekki halda gæludýr.

7. Lækkar þríglýseríð

Hægt er að lækka þríglýseríð með því að hreyfa sig og neyta minna af kolvetnum (sérstaklega í mikið unnum mat). En það er ekki það eina sem maður getur gert. Nokkrar rannsóknir gefa í skyn að ef maður er með kött þá er hægt að lækka þríglýseríð og bæta heilsuna. Þótt að maður æfi og borði hollt þá getur það að eiga kött hjálpað enn meira.

8. Lækkar kólesteról

Ertu að reyna að lækka kólesterólið? Ef svarið er já, þá ættirðu að spá í að fá þér kött. Það er áhugavert að vita til þess að kattaeigendur hafa lægra kólesteról en þeir sem ekki eiga kött. Kanadadísk rannsókn frá árinu 2006 sýnir að kattaeign gerir meira í baráttunni við kólesteról en lyf sem eru hönnuð til að gera það sama. Því er mögulega hægt að spara pening í lyfjakaupum og bæta heilsuna með því að eignast kött.

9. Minnkar líkur á slagi

Tilhugsunin að fá slag er skelfileg. Ef þú hefur áhyggjur af því að fá slag, þá ættirðu að íhuga að fá þér kött. Það að eiga kött getur minnkað líkurnar á slagi. Rannsókn í Háskólanum í Minnesota komst að því að kattaeigendur minnka líkurnar á slagi um þriðjung. Hugmyndin um að hægt sé að minnka líkurnar á slagi með því að eiga kött, er gild ástæða til að fá sér kött.

10. Minnkar stress

Með því að eiga kött getur maður minnkað stressi í lífi manns. Kattaeign felur í sér marga sálfræðilega kosti og einn af þeim er að minnka stress. Það að geta séð um dýr, eða eiga kött sem kúrir hjá manni bætir líðan manns og dregur úr stressi.

11. Dregur úr kvíða

Ekki getur kattahald aðeins dregið úr stressi heldur einnig dregið úr kvíða. Það að klappa kisu eru róandi sem og aðrir þættir við að hugsa um ketti. Þegar maður hugsar um aðra veru þá dreifir það huganum frá eigin áhyggjum. Að auki getur nærvera kisu sem vill kúra hjá manni verið róandi þegar maður nýtur óskilyrtar ástar hennar.

12. Bættir skap

Oft geta samskipti við gæludýr bætt skap manns. Kettir eru þarna meðtaldir. Það að eiga kött getur látið manni líða almennt betur og bætt skapið. Ef maður vill bæta skapið, þá getur kisa hjálpað.

13. Dregur úr þunglyndi

Það að eiga kött getur hjálpað til við að draga úr þunglyndi. Á meðan að köttur getur ekki beinlínis „læknað“ þunglyndi, þá getur hann hjálpað til við að dreifa huganum frá vandamálunum og hugsa um eitthvað annað. Ást frá kisu getur líka verið róandi fyrir hugann. Ef maður er þunglyndur getur félagsskapur kattar hjálpað í baráttunni.

14. Hjálpar til við einhverfu

Einhverfa einkennist af erfiðleikum við félagslega færni og samskipti. Einhverfir eiga erfitt með samskipti á sama hátt og aðrir. Það að hafa kött getur í raun hjálpað. Það hafa verið dæmi þar sem kettir hafa komið að liði í meðferðum einhverfra barna. Önnur þroskavandamál hafa að auki verið yfirstigin með samneyti við ketti.

15. Dregur úr einmanaleika

Margir sem eru einmana líður betur með gæludýri. Félagsskapur kattar getur hjálpað þeim sem eru einmana að finna tengingu við annað líf. Bara með því að hafa kött til að koma heim til og eyða tíma með getur hjálpað þeim sem eru einhleypir eða hafa misst maka.

16. Færri ferðir til læknis

Þeir sem eru með ketti fara sjaldnar til læknis. Það á líka við ferðir á sjúkrahús. Rannsóknir hafa líka sýnt að elliheimili sem leyfa heimsóknir katta sem hluti af meðferð fyrir sjúklinga eru með lægri lyfjakostnað heldur en stofnanir sem ekki nýta sér ketti sem meðferðarúrræði.

17. Lengir líf

Auk þess að vera í hjónabandi og forðast aðalvegi, þá er hægt lifa lengur með því að eiga kött. Köttum fylgja auknir kostir sem leiða til lengra lífs, þar á meðal félagsleg samskipti. Þannig að ef þú vilt halda heilsunni og lifa aðeins lengur þá skaltu íhuga að fá þér kött.

 

17 Health Benefits of Owning a Cat - af blogginu FutureMedia, June 17, 2010, http://mritechnicianschools.net/2010/17-health-benefits-of-owning-a-cat/
Birtist fyrst í fréttabréfi Kynjakatta, 1.tbl. 22.árgangur 2012.