Kettir í Hvíta húsinu

Socks, köttur Bill Clintons Socks, köttur Bill Clintons

Hér verða taldir upp nokkrir af þeim köttum, lífs og liðnir, sem hafa búið í Hvíta húsinu í Washington.

Eftirfarandi kettir hafa verið gæludýra forseta Bandaríkjanna og fjölskyldna þeirra:

16. forseti Bandaríkjanna

Abraham Lincoln: Kötturinn Tabby. Fyrsti kötturinn í Hvíta húsinu.

19. forseti Bandaríkjanna

Rutherford Hayes: Kötturinn Siam. Hann var gjöf frá Bandaríska konsúlnum í Bangkok og var fyrsti síamskötturinn sem kom til Bandaríkjanna (árið 1878).

26. forseti Bandaríkjanna

Theodore Roosevelt: Kettirnir Slippers og Tom Quartz.

29. forseti Bandaríkjanna

Calvin Coolidge: Kettirnir Smokey, Blackie, Timmy og Tiger. Tiger var grárákóttur flækingsköttur sem var vanur því að vera borinn um Hvíta húsið af forsetanum, um háls hans.

35. forseti Bandaríkjanna

John F. Kennedy: Kötturinn Tom Kitten. Þegar kötturinn dó árið 1962, var birt um hann dánartilkynning í blöðunum.

38. forseti Bandaríkjanna

Gerald Ford: Kötturinn Shan.

39. forseti Bandaríkjanna

Jimmy Carter: Síamskötturinn Misty Malarky Ying Yang.

40. forseti Bandaríkjanna

Ronald Reagan: Kettirnir Cleo og Sara, tortoiseshell flækingskettir; einnig nokkrir ónefndi kettir.

42. forseti Bandaríkjanna

Bill Clinton: Kettirnir Socks og Buddy. Socks dó úr krabbameini 20 ára gamall

43. forseti Bandaríkjanna

George W. Bush: Kettirnir Ernie og India „Willie" Bush. India dó í byrjun janúar úr elli en hún náði 18 ára aldri. Þriðji kötturinn, Cowboy, er sagður hafa verið í uppáhaldi hjá forsetanum, en hann dó úr nýrnasjúkdóm í febrúar 2000, 12 ára gamall.

 

Heimild: http://www.pawsonline.info/whitehouse.htm
Þýtt af Kolbrúnu Bergsdóttur
Birtist fyrst í fréttabréfi Kynjakatta, 1.tbl. 19.árgangur 2009.