Kötturinn þinn getur séð hluti sem fyrir þér eru ósýnilegir
Kettir eru af mörgum taldir vera tákn í dulspeki vegna síns fágaða og sveigjanlega líkama og svo getur augnaráð þeirra “dáleitt” hvern sem er…
Að vissu leyti, eins og nýleg vísindaleg gögn sýna (1), þá er önnur ástæða fyrir því að kettir hafa titilinn “dularfullar” skepnur. Það er vegna þess að kettir geta séð hluti sem við getum ekki séð!
Kettir, líkt og önnur dýr, hafa hæfileikann til að sjá skynörvandi rendur á blómum eða skrautlegt munstur á fuglsvæng, sem eru ósýnileg mennskri sjón.
Leyndarmálið á bak við ofursýn hinna fjórfættu vina okkar er útfjólublátt ljós. Eftir því sem nýleg rannsókn sýnir þá geta kettir, sem og hundar og önnur dýr, numið þessa tegund ljóss sem manneskjur geta ekki.
„Það er fullt af hlutum sem endurkasta útfjólublárri geislun sem næmari dýr geta séð á meðan við getum það ekki,” segir Ronald Douglas, prófessor í líffræði við City University of London og meðhöfundur rannsóknarinnar. „Til dæmis geta þessi munstur verið á blómi sem sýnir hvar hunangslögurinn er, eða leifar af dýraþvagi. Einnig geta hreindýr séð ísbirni þar sem snjórinn kastar frá sér útfjólubláu ljósi á meðan að hvítur feldur gerir það ekki.“
Þannig að kettir, hundar og hreindýr geta séð dýr sem eru með hvítan feld, á meðan flestar manneskjur sjá aðeins… hvítan snjó.
Prófessor Douglas, sem sérhæfir sig í ljóseðlisfræði, og Glen Jeffery, prófessur í taugavísindum við University College of London, færa rök fyrir því að kettir, hundar, broddgeltir, nagdýr, leðurblökur, hreysikettir og ókapar (sebra gíraffar) geta numið verulegt magn útfjólublárrar geislunnar.
„Í áratugi höfum við við vitað að margir hryggleysingjar, svo sem býflugu,r geta séð útfjólublátt ljós,“ heldur prófessor Douglas áfram, og segir að jafnvel fuglar, fiskar og sumar tegundir skriðdýra hafi verið bætt nýlega á listann.
En vísindamenn hafa hingað tiltrúað að flest spendýr geti ekki séð útfjólublátt ljós vegna þess að þær hafi ekki litarefni í augunum með mestri næmni við útfjólubláu ljós, heldur hafi linsur eins og manneskjur, sem hindri útfjólublátt ljós í að komast inn í sjónhimnuna,“ sagði hann. Prófessorinn útskýrði að litarefnin í augunum séu þau sem taka inn ljósið og snúa því í rafvirkni sem síðan er send í gegnum taugafrumur. Það er ekki alltaf nauðsynlegt við næmni við útfjólublárri geislun. Í staðinn senda gegnsæir hlutar augans, svo sem hornhimnan og augasteinninn í sumum dýrum bylgjulengdir af útfjólubláu ljósi.
Þessi hæfni gerir meira ljósi kleift að fara inn í sjónhimnuna, „eitthvað sem getur verið mjög handhægt fyrir náttförla ketti“, heldur hann áfram.
Það gæti líka útskýrt af hverju kettir sýna venjulegum hlutum mikinn áhuga, svo sem pappírssnifsi. Stundum er kemískum efnum bætt við pappír, vefnaðarvöru, þvottaefni, hársápu og snyrtivörur til að láta hluta virðast skærari. Eitt af þessum sjónrænu efnum taka til sín útfjólublátt ljós og þau geta litið öðruvísi út í augum dýra sem eru næm fyrir útfjólubláum geislum.
Sumt fólk, til dæmis, sem hefur gengist undir aðgerð vegna vagls á auga, getur líka séð sumt útfjólublátt ljós, en flestir geta það ekki.
„Við vitum öll að útfjólublátt ljós getur verið skaðlegt,“ segir prófessor Jeffery í Discovery News. „Ég vinn mikið á heimskautasvæðum þar sem magn útfjólublás ljós er of hátt af því að þar er mikið af snjó og ís. Yfirborðið kastar frá sér 90% af útfjólublárri geislun sem veldur því að dýr eru berskjölduð fyrir því. Ef þú ert ekki með hlífðargleraugu þá geta augun skaðast innan við fyrstu 15 mínútnanna.“
Hinsvegar, hafa rannskóknir á hreindýrum sýnt að endurtekin vera í útfjólubláu ljósi hefur ekki nein áhrif á þau.
Það er mögulegt að kettir, dádýr og önnur dýr sem geta greint útfjólublátt ljós hafi varnarbúnað. Að auki trúa vísindamenn því að útfjólublátt ljós hafi tilhneigingu til að gera umhverfið óskýrara.
„Manneskjur eru góðar í einu: þær geta séð fleiri smáatriði,“ bætti prófessor Douglas við og ályktaði: „Kannski er það þess vegna sem við höfum linsu sem „hindrar“ útfjólublátt ljós. Ef þú ert ekki með hana, þá gæti heimurinn virst óskýrari.“
(1) http://rspb.royalsocietypublishing.org/content/281/1780/20132995.abstract
Þýðandi: Kolbrún Bergsdóttir
http://themindunleashed.org/2014/04/cat-can-see-things-invisible.html
Birtist fyrst í fréttabréfi Kynjakatta, 2.tbl. 24.árgangur 2014.