Andfýla katta

Tanna- og gómavandamál eru algeng vandamál hjá köttum og því er ráðlegt að fylgjast vel með og grípa til aðgerða ef þörf krefur.

Af hverju er kötturinn andfúll?

Algengasta orsök andfýlu er sú að tannsteinar hafa myndast kringum tennurnar. Líkt og hjá fólki þá vilja matarleifar oft verða eftir í munninum eftir að dýrin hafa matast. Þessar matarleifar rotna og skapa þannig heppilegt umhverfi fyrir bakteríur. Þessar bakteríur vaxa og mynda að lokum, ásamt matarleifum og járni, tannstein. Tannsteinninn og munnsýkingin sem honum fylgir er það sem veldur slæmri lykt.

Tannsteinnin festist líka neðst á tönninni og veldur því að tannholdið verður rautt og aumt og minnkar í kjölfarið. Það fer síðan að blæða úr tannholdinu, sérstaklega við snertingu, og verður það til þess að auka tannstein enn frekar. Hægt er sjá tannsteininn sem harða gula eða brúna skán við tannrótina.

Tannsteinsvandannál eru einna alvarlegust hjá hreinræktuðum köttum. Svo undarlegt sem það virðist þá borða dýr með tannstein ekki minna en áður. Uppsafnaður tannsteinn veldur því að holdið umhverfis tönnina minnkar og hið mjúka tannbein sem umlykur rótina kemur í Ijós. Tannbeinið er miklu grófara og holóttara en postulínið og er því viðkvæmara fyrir sýkingu. Ef að tannbein er komið í Ijós er nauðsynlegt að hirða oftar um tennurnar en tönnin mun þó á endanum detta úr. Það er því áríðandi að umhirða tanna hefjist snemma, áður en tannsteinn grefur um sig.

Aðrar orsakir andfýlu

Óþroskuð gæludýr sem eru að losa sig við barnatennurnar slefa oft mikið og þjást af andfýlu. Þetta er því tímabundið vandamál. Stundum fá dýrin hita og þá er gott að gera veika blöndu af matarsóda og vatni, væta tusku með henni og strjúka um munn dýrsins. Það virkar svalandi og deyfir andfýluna.

Í eldri dýrum geta nýrna- og lifrarsjúkdómar oft haft áhrif á munninn. Þessi dýr eru oft horuð og veikburða. Dýr með þessa sjúkdóma ber að meðhöndla afar varlega þegar tennurnar eru hreinsaðar. Ef það þarf að svæfa dýrið svo hægt sé að hreinsa tennurnar almennilega verður það að vera létt svæfing og framkvæmd með ítrustu aðgát.

Ef ungir kettir eru með mikla andfýlu og tannsjúkdóma er ráðlegt að láta athuga með líkurnar á hvítblæði eða öðrum sjúkdómum. Þeir geta til dæmis verið með munnsjúkdóm sem lýsir sér þannig að djúpar holur myndast í mörgum tönnum samtímis, að því er virðist að ástæðulausu. Við þetta koma oft rætur tannanna í Ijós og stundum detta vígtennurnar úr.

Ekki er vitað hvort þessir kettir fæðast með tennur sem eru móttækilegri fyrir þessum sjúkdómum eða hvort annað veldur þeim. Tannumhirða skilar litlu í þessum tilfellum og að lokum verður að draga tennurnar úr. Eftir það er ekkert sem hindrar köttinn í því að lifa heilbrigðu og ánægjulegu lífi.

Vandamál tengd sjúkdómum í munni

Rétt eins og nýrna- og lifrarsjúkdónnar geta leitt til tannsjúkdóma geta tannsjúkdómar leitt til sjúkdóma í þessum líffærum. Tannsteinn kringum tennur myndar heppilegt umhverfi fyrir bakteríur og stundum berast þær inn í blóðrás dýrsins. Eftir að bakteríurnar eru komnar í blóðrásina taka þær sér bólfestu í skorum á nýrum, lifur og hjartalokum. Lifrarsýking og skemmd, illa starfandi nýru eru afleiðing baktería sem hafa hreiðrað um sig þessum líffærum. Þegar hjartalokur verða fyrir árás baktería þá minnka lokurnar og mynda ör sem verður síðan til þess að blóð fer að flæða í vitlausa átt. Þess vegna er það algengt að hundaog kettir sem þjást af tannsjúkdómum hafi hjartamurr (murrn.. - Þegar vandamál í munni eru ekki lengur fyrir hendi er ekki óalgengt að hjartamurrið hverfi. Kettir og hundar með langvarandi vandamál í munni slefa oft. Bleytan og sýkingin sem tengist tannsjúkdómunn valda því oft að varir og húð kringum munn bólgna. Þetta hverfur þegar tannsjúkdómurinn hefur verið upprættur.

Meðhöndlun við andfýlu hunda og katta

1) Árleg skoðun

Jafnvel þótt dýrið sé ekki sprautað á hverju ári er skynsamlegt a fara með það árlega til dýralæknis í skoðun sem felur í sér tannskoðun. Því eldra sem dýrið þitt er, því mikilvægari eru þessar skoðanir.

2) Mataræði

Til að fyrirbyggja myndun tannsteins er best að gefa dýrinu þurrmat. Hann nuddar góminn og losar um tannstein. Sumir framleiðendur framleiða líka mat sem sérlega er ætlaður til þess að koma í veg fyrir tannstein. Aðrir hafa ákveðin ensím í matnum sem losa um tannsteininn. Sérstakt nammi sem inniheldur ensím er líka sniðugt. Eitt það versta fyrir tennurnar er að gefa dýrinu blautmat, myndun tannsteins hjá dýrum sem borða slíkan mat er mjög hröð.

3) Tannburstun

Eitt það mikilvægasta sem þú getur gert til þess að gæta þess að dýrið þitt hafi heilbrigðar tennur og góma er að bursta tennurnar í því reglulega. Notið barnatannbursta og tannkrem ætlað dýrum. Setjið mjög lítið af tannkremi á burstann, það er burstunin sjálf sem er mikilvægust, og burstið tennurnar við gómana. Ef byrjað er á þessu þegar dýrið er ungt þá venst það þessari meðferð og mislíkar hún ekki. Jafnvel eldri dýr venjast tannburstun með tímanum

4) Munnskol og úði

Sumar dýralæknastofur og gæludýraverslanir selja sérstök munnskol og úða sem innihalda ensím sem leysa upp tannstein og verka móti bakteríum. Þetta er ekki nærri eins gott og tannburstun en mun betra en alls engin hreinsun.

Að fjarlægja tannstein

Ef dýrið þitt er rólegt að eðlisfari er ekki erfitt að fjarlægja tannstein og hreinsa tannholdið heima. Það getur líka verið að einhverjir dýralæknar séu tilbúnir að koma í vitjun og gera þetta fyrir þig. Þá losnar dýrið við svæfingu á dýraspítalanum. Hægt er fá sérstök áhöld til tannsteinshreinsunar í verðlistum og sumum gæludýraverslunum. Bestu áhöldin eru með haus á báðum endum, annar endinn til að hreinsa vinstra megin og hinn til að hreinsa hægra megin.

Hátíðnihreinsun

Þar sem hljóðið í hátíðnitækjum angrar flest dýr verulega er yfirleitt nauðsynlegt að svæfa eða deyfa dýrið talsvert þegar tennur þess eru hreinsaðar með þess konar tækjum. Þar sem það eru oft gömul dýr með hjartasjúkdóma sem þurfa á svona tannhreinsun að halda ber að sýna sérlega aðgát þegar þau eru svæfð og hafa svæfinguna eins létta og mögulegt er.

Að fjarlægja sýktar tennur

Stundum er tannsýkingin það slæm að tönnin er ekki lengur föst við tannbeinið og hátíðnihrensun kemur ekki lengur að neinu gagni. Oft er hægt að bjarga tönnum sem eru einungis örlítið lausar með því að hreinsa þær gætilega í nokkrar vikur og gefa dýrinu fúkkalyf. Tennur sem orðnar eru mjög lausar er best að fjarlægja enda bjarga dýr sér ágætlega þótt einungis fáar tennur séu eftir.

 

Heimild: All Creatures Care — Dr. Ron Hines.

Birtist fyrst í fréttabréfi Kynjakatta, 1.tbl. 14.árgangur 2006.