Fréttir og tilkynningar
Vorsýningar Kynjakatta 2026
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Eftir á að ákveða þemað og hægt er að koma með hugmyndir inná félagsmannahóp Kynjakatta inná Facebook.
Fyrsti köttur 6.500 kr
Annar köttur o.fl. 4.500 kr
Got 3 - 5 kettlingar 9.000 kr
Got 6 eða fleiri kettlingar 13.000 kr
Húsköttur 3.000 kr
Félagsköttur (ekki dæmdur) 2.500 kr
Litadómur 1.500 kr
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta
Haustsýning Kynjakatta 2025
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.
Nú styttist í haustsýningu Kynjakatta sem haldin verður helgina 11. og 12 október 2025. Er skráningu lokið og verða 156 kettir sýndir ásamt þeim mun mæta einn félagsköttur.
Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta
Ný stjórn tekur við!
Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir
Á aðalfundi Kattaræktarfélags Kynjakatta, sem haldinn var þan. 25þ apríl síðastliðinn, var kosið í stöðurnar formaður, tvo gjaldkera og ritara. Kjörin ný stjórn eru eftirfarandi:
Formaður: Helga Karlsdóttir – Með yfir tveggja áratuga reynslu sem félagsmaður Kynjakatta og hefur hún starfað sem dómþjónn, sýningarstjóri, varaformaður og sýningarritari.
Gjaldkeri: Elín Arnardóttir – Félagsmaður Kynjakatta frá árinu 2012. Reyndur ræktandi Cornish Rex katta með IS*Eagle´s Jewel og var aðstoðar-sýningarritari á síðustu sýningu.
Gjaldkeri: Íris Ajayi – Hefur áður verið varagjaldkeri Kynjakatta í 7 ár og aðstoðar-sýningarritari. Er reyndur ræktandi Maine Coon katta hjá ræktuninni IS*Arctic North.
Ritari: Hanna María Ástvaldsdóttir - Hefur verið félagsmaður í 10 ár og aðstoðað mikið á sýningum Kynjakatta.
Eftir fundinn voru 2 stjórnarmeðlimir sem sögðu sig frá stjórn, vegna persónulegra aðstæðna, en það voru þær Jóna Dís sem var sýningarstjóri og Laufey Rún sem gegndi hlutverki varaformanns. Ný stjórn hefur skipað í þær stöður og voru skipuð;
Varaformaður: Thelma Rut Stefánsdóttir – Hefur verið í stjórn undanfarin ár sem gjaldkeri og yfirdómþjónn á síðustu sýningum.
Sýningarstjóri: Arnar Snæbjörnsson – Félagsmaður síðustu 15 ár og er ræktandi Cornish Rex hjá IS* Arnar´s.
Ný stjórn hefur þegar hafið störf og er tekin við af eldri stjórn. Við þökkum eldri stjórn fyrir sín störf og hlökkum til komandi tíma!
Aðalfundur 2025
Aðalfundur Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands fór fram laugardaginn 26. apríl kl.13:00-15:00 á Suðurlandsbraut 30 Reykjavík. Fyrir fundinn bárust sex utankjörfundaratkvæði og 22 félagsmenn sátu aðalfundinn.
Aðalfundur Kynjakatta 2025
- Á fundinum var farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.
22 félagsmenn mættu á fundinn og sex utankjörfundaratkvæði bárust. Kosið var í fjórar stöður í stjórn Kynjakatta.
Helga Karlsdóttir var kjörin formaður Kynjakatta og tekur hún við af Sigurði Ara Tryggvasyni fráfarandi formanni.
Elín Arnardóttir og Íris Ebba Ajayi voru kjörnar sem gjaldkerar og taka þær við af Ósk Hilmarsdóttir og Thelmu Stefánsdóttir fráfarandi gjaldkerum.
Hanna María Ástvaldsdóttir var kjörinn ritari og tekur hún við af Laufeyju Hansen fráfarandi ritara. - Fundargerð frá aðalfundi 2025 er komin inn á vefsíðuna, https://kynjakettir.is/felagid/adalfundir-felagsins
Við þökkum fyrir góðan fund og vonum að þið hafið það gott í sumar :-)