SMA er stytting á Spinal Muscular Atrophy, en það er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur sem erfist í köttum.
Flestir kettir í heiminum sem eru heilsufarsprófaðir fyrir þessum sjúkdómi eru af tegundinni Maine Coon. En þegar sjúkdómur er ekki kortlagður eins og hefur verið gert með SMA og Maine Coon, þá er ómugulegt að vita hvað margir einstaklingar veikjast af þeim tiltekna sjúkdómi. Þess má geta að SMA finnst líka í fólki og öðrum dýrategundum.
Hefur sjúkdómurinn mest áhrif á aftur hluta kettlinganna og er oft sýnilegur á 3-4 mánaða ungviðum að þeir byrja að vera óstöðugir á afturfótunum og hækilbeinin snertast nánast þegar þeir standa. Þegar þeir eru 5-6 mánaða eru þeir orðnir of viðkvæmur í afturfótunum til að geta stokkið auðveldlega á húsgögn og lenda jafnvel klaufalega þegar þeir hoppa niður. Kettlingarnir finna ekki sársauka, því leika þeir sér og borða eðlilega. Sumir geta lifað nokkuð þægilegu lífi sem innikettir í nokkuð mörg ár.
Fyrstu merki um sjúkdóminn má sjá við 15-17vikna aldur með mildum skjálfta. Þjáðir kettlingar tapa eiginleikanum til að stökkva og ganga eðlilega. Þeir hafa óeðlilega næmni við snertingu eftir bakinu, hafa lítið þol og geta átt erfitt með andardrátt.
Prófun fyrir SMA geninu
Auðvelt er að athuga hvort ræktunardýrið þitt sé beri fyrir SMA með einföldu dna prófi. Það er bara eitt gen sem veldur SMA og til að köttur þjáist af sjúkdóminum þarf hann að hafa erft tvö eintök af geninu, eitt frá hverju foreldri. Ef foreldrar rækunardýrs hafa verið prófaðir og komið út neikvæðir þarf ekki að prófa afkvæmið, það er sjálfkrafa neikvætt.
Lestu meira um hvernig á að prófa fyrir SMA á PawPeds.