Oriental

Helstu einkenni

  • Þyngd: Frá ca. 2,3 - 4,5 kg.
  • Feldur: Stuttur og fíngerður.
  • Litur: Flestir litir og munstur.
  • Hárlos: Mjög lítið.
  • Skapgerð: Blíðir, góðir og mjög félagslyndir.
  • Líftími: 10-15 ár

Orientalkötturinn er langur, háfættur og grannvaxinn köttur með langt og mjótt skott og langan og grannan háls. Höfuðið er þríhyrningslaga, trýnið langt og mjókkar fram, eyrun stór og sitja neðarlega á höfðinu og undirstrika þannig lengd höfuðsins og þríhyrningslagið. Augun eiga að vera í meðallagi stór, skásett og möndlulaga. Augnlitur veltur á liti feldsins en þau eru annað hvort blá eða græn, einnig geta þeir verið Oddey (annað blátt og hitt grænt). Orientalkötturinn er eins og Síamskötturinn hávær og krefst mikils félagsskapar við eigendur sína og aðra ketti. Þeir halda lengi leikgleði kettlings og allir sem eiga svona kött geta staðfest að ef eitthvað fer í taugamar Oriental þá eru það lokaðar dyr. Oriental sameinar glæsileika tígursins og skaplyndi mestu ljúflinga og því er skemmtilegra og fallegra gæludýr vandfundið.

Saga Oriental

Oriental köttum er líklega best lýst sem hinum upprunalega svarthvíta Siamese. Tegundin var ræktuð undan Siamese og blandað saman með Russian Blues, British Shorthairs og Abyssinians. Út frá því komu kettlingar án Colorpoint litaafbrigðisins og var þeim blandað aftur saman við Siamese. Á aðeins nokkrum kynslóðarbilum gátu ræktendur náð fram öllum litaskalnum og ýmsum munsturtegundum. Kettir sem komu síðan undan þeim og voru Colorpoint voru eingöngu paraðir aftur saman með Siamese, en hinir með öll lita afbrigðin urðu hin nýja tegund, Oriental.

Þegar Oriental kettirnir bárust til Bandaríkjana á sjöunda áratugnum var þeim blandð saman með American Shorthair og undan þeim komu enn fleiri litaafbrigði og mynstur. Ný síðhærð tegund myndaðist.

Í dag eru Oriental með yfir 300 litaafbrigði og mynstur og þar með talið colorpointed. Colorpoint Orientals eru ekki samþykktir af öllum kattar samtökum og hjá sumum þarf að sýna þá sem Siamese.