Vorsýningar 2024

10. febrúar 2024

Vorsýningar 2024

Vorsýningar Kynjakatta verða 9. og 10. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og áður.

Þemað verður "CARNIVAL (Rio de janeiro)"

Lokað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og voru 127 kettir skráðir í þetta sinn.
Minnum sýnendur að ganga frá greiðslu á sýningargjöldum sem fyrst og einnig greiða félagsgjöldin fyrir 2024 sem ættu að hafa borist í heimabanka núna.

Dómarar í þetta sinn eru:
Caroline Stoa frá Noregi
Marteinn Tausen frá Íslandi
Aliosha Romero frá Íslandi
Magdalena Kudra frá Póllandi


Kveðja
Stjórn Kynjakatta
Gátlisti fyrir sýningar.