Heilsufarsskoðun fyrir ræktun
Áður en byrjað er að rækta er nauðsynlegt að fara með dýrið í heilsufarsskoðun.
Í heilsufarsskoðuninni er nauðsynlegt að kanna eftirfarandi:
Heyrnapróf BAER (brainstrem auditory evoked response)
Tegundir: Allar
Ekki má rækta undan heyrnalausum köttum, ef grunur liggur á að köttur sé heyrnalaus skal nota BAER.
Sónarskoðun fyrir hjartasjúkdómum
Tegundir: EXO, PER, MCO, RAG, BRI, SPH.
Mikilvægt að sónarskoða ræktunardýr af þessum tegundum þar sem hjartasjúkdómar virðast algengari á meðal þeirra.
Augnskoðun (PRA & Cataract)
Tegundir: ABY, BEN, OCI, RUS, SOM, BAL, OLH, PEB, SIA, SYS, SYL.
Mikilvægt að láta athuga ræktunardýr af þessum tegundum þar sem blinda virðist algengari í þessum tegundum.
Eistu eru eðlileg og bæði niðri
Tegundir: Allar
Skylda að framvísa vottorði frá dýralækni með örmerkisnúmeri sem staðfestir að bæði eistu séu til staðar og bæði niðri, áður en ræktað er.
Kviðslit
Tegundir: Allar
Skylda er að framvísa vottorði frá dýralækni að ræktunardýr af báðum kynjum séu ekki með kviðslit áður en ræktað er undan þeim.
Rönken v/ mjaðmalos og/eða hnéskeljalos
Tegundir: EXO, PER, MCO, NFO, ABY, BEN, DRX, SOM.
Los í liðamótum virðist algengara hjá þessum tegundum því mikilvægt að skoða ræktunardýr vel með tiliti til þessa áður en ræktað er undan þeim.
Almennt
Tegundir: Allar
Ef eitthvað vandamál er að koma upp oftar í tegund eða ræktunarlínum skal skoða ræktunardýr í tilliti til þeirra vandamála fyrir ræktun.
Athugið að vegna breytinga á þessum lista á aðalfundi FIFé 2011 vill stjórn benda á að vilji er til að flytja inn sérfræðing í HCM ómskoðunum náist samstaða og nógu margir kettir til að það borgi sig fyrir hvern og einn.
Til að skrá sig á lista um áhugasama um að láta ómskoða kettina sendið tölvupóst á kynjakettir@kynjakettir.is með ræktunarnöfunum kattana sem löngun er til að láta ómskoða.
HCM virðist ekki vera tegundatengdur sjúkdómur því er mikilvægt að allir ræktendur kynni sér sjúkdóminn ekki bara þeir sem eru nefndir hér fyrir ofan.