Rauðir, kremaðir og skjaldbökulitir
Vinsældir rauðra og kremaðra katta hafa gengið í bylgjum í gegnum tíðina.
Ein af ástæðunum kann að tengjast ræktun þessara lita. Rautt og kremlitað er kynbundinn eiginleiki sem hegðar sér að mörug leyti öðruvísi en hinir litirnir. Ræktun þeirra krefst þess vegna talsverðrar þekkingar í genafræði ef árangur á að nást.
Genafræðin að baki rauðs og kremlitar er samt einföld og ekki erfitt að tileinka sér hana.
Kynbundinn arfur
Kettir hafa tvær tegundir litarefna:
- Eumelanin
- Phaeomelanin.
Eumelanin má skilgreina sem svört/brún litarefni. Þau erfast óháð kyni. Svarta litarefnið er grunnur litanna: svartur, blár, lillablár (lilac), súkkulaðibrúnn, kanil, fawn, karmellu, grábrúnn (taupe) og allra samsetninga þeirra. Þetta á einnig við um lit á grímunni á Síams, Búrma og Tonkinese, með og án hvrítra flekkja, með og án agouti, og með og án silfurlitar.
Phaeomelanin má skilgreina sem rautt litarefni. Það erfist í kvennlegg með X-litningnum. Rauða litarefnið er grunnur litanna: rauður, kremlitur og allra gerða skjaldbökulit. Þetta á einnig við um lit ágrímu Síams, Búrma og Tonkinese, með og án hvítra flekkja, með og án agouti og með og án silfurlitar.
Læðurnar einar geta verið skjaldbökulitar
Einstaka sinnum má sjá fressketti með lit sem líkist skjaldbökulitnum. Það getur stafað af litningagalla (XXY) - þá er kötturinn líkast til ófrjór eða að um er að ræða "chimera", afkvæmi þar sem tvö egg hafa runnið saman snemma á fósturskeiði og kötturinn því fengið tvö pör afbera litanna. Þarna getur einnig verið á ferðinni rauður köttur með svo mikið rautt litarefni að það verður eins og svartir flekkir í rauðum feldinum.
Eins og áður segirer rauði liturinn kynbundinn en bæði læður og fresskettir fá auk þess venjulega liti með þeim rauða. Skjaldbökulitar læður eru mjög áhugaverðar því að í sama goti geta kettlingar haft bæði afbrigðin, þau kynbundnu og þau venjulegu og gefa þannig ræktendum mikla möguleika.
Það eru margir möguleikar í ræktuninni. Til dæmis getur hefðbundinn bröndóttur skjaldbökulitur með möguleika á heillitum og þynningu gefið margskonar liti í goti allt eftir vali á fresskettinum.
Eru mörg litbrigði í rauðu og kremlitu?
Kremlitur er aðeins þynntur rauður litur, á sama hátt og að blátt er þynntur svartur og lillablátt er þynntur súkkulaðibrúnn. Í rauninni er aðeins um að ræða þynningu á rauðum lit. Samt virðist að krem frá lilla litum verði ljósari en krem frá bláu litunum. Mjög líklegt er að aðrir arfberar en hér hafa verið nefndir valdi litbrigðum í ljósum og dökkum litum (polygenetiskur arfur).
Einnig má velta fyrir sér hvort kremliturinn á bláskjöldbökulitum ketti og lillabláskjaldbökulitum séu í raun svo ólíkir. Kremlitu flekkirnir sýnast að minnsta kosti ljósari á þeim síðarnefnda. Þetta hefur leitt af sér kenningu um að rauði liturinn breyti sér í hlutfalli við svart, súkkulaðilitt, blátt og lillablátt. Þannig að viðgetum talað um ljósari rauðan lit sem er skyldur súkkulaðilit, og ljósari kremlit sem er skyldur lillabláum lit. Þessi kenning er að engan hátt vísindalega staðfest en ræktendur styðjast við hana. Sjáfsaft er hægt að halda því fram að blæbrigðin stafi af uppsöfnun polygena til dæmis ljós kremlitur frá lillabláum litbrigðum. Þetta getur líka stafað af sjónrænum áhrifum frá litnum sem liggur næst kremlitum (blátt er dekkra, lillablátt ljósara).
Sýnileg bröndótt munstur á rauðum og kremlitum köttum
Arfberinn sem hindrar að bröndótt munstur komi í ljós er kallaður "non-agouti". Hann er einfaldlega arfberinn sem verður að vera til staðar svo að kettir verði ekki bröndóttir. Í raun eru allir kettir bröndóttir í grunninn hvort sem þeir eru einlitir, hvítflekkóttir eða með grímu. Arfberinn hefur áhrif á litarefnið eumelanin sem gefur svörtu litbrigðin með þynningum eins og áður sagði. Áhrifin eru mjög lítil á hitt litarefnið phaeomelanin. Þess vegna sést bröndótta munstrið alltaf á þeim rauðu, kremuðu og skjaldbökulitu til mikils angurs fyrir ræktendur sem vilja ná fram einlit í þessum flokki.
Í nokkrum litbrigðum hefur náðst að rækta nær einlita ketti með því að safna saman polygenum sem gefa dauft munstur. Það virðist vera auðveldast að rækta fram jafna liti í blettóttu og tígur munstri. Í nokkrum litbrigðum virðist munstrið horfið en það skírist ef til vill af því að kynnt hefur verið til sögunnar ticked (þegar hvert hár er röndótt, ljósast í rótina og dekkst í endann) grunnmunstur sem er haldið við í stað venjulegra bröndóttra eða tígra. Vitað er að þetta á við um meðal annars rauða og kremlita Brumaketti.
Kynbundin genafræði katta
Fress (XY) | Læða (XX) | |
Engir X-litningar með rauðu | XY = svart | XX = svart |
1 X-litningur með rauðu | XY = rautt | XX = skjaldbökulit |
2 X-litningar með rauðu | XX = rautt |
Svart fress | Rautt fress | |
Svört læða | Svartar læður og fress | Svört fress, skjaldbökulitar læður |
Skjaldbökulit | Svartar læður og fress, skjaldbökulitaðar læður, rauð fress | Rauðar læður og fress, skjaldbökulitar læður, svört fress |
Rauð læða | Rauð fress og skjaldbökulitar læður | Rauðar læður og fress |
Athugið að skjaldbökulitir kettir geta aðeins verið læður. Hér er þó ekki tekið tillit til annarra víkjandi arfbera eins og til dæmis þynningar sem mundu gefa bláskjaldbökulit í stað svarts skjalbökulitar.
Heimild: Námskeið í erfðafræði, Britt Hagar Alvestead og Ole Magne Grytvik
Texti: Lisbeth Falling
Þýtt og endursagt: Bjarni Axelsson
Birtist fyrst í fréttabréfi Kynjakatta, 1.tbl. 21.árgangur 2011.