Bröndu munstur
Bröndum á köttum er skipt í marmara, tígur, doppu og títu bröndur
Marmara branda (Blotched tabby - 22)
Grunnilurinn á kettinum á alltaf að vera töluvert ljósari með skýrum ,,dökku" munstri sem myndar sterka andstæðu við grunnlitinn án stakra ljósra hára á dökku flötunum.
Á höfði:
Munstrið á enni kattarins ætti að mynda ,,M", heil óbrotin lína liggur frá augum, fingrafar á eyrum, 2 - 3 spíralar á kinnum og tvær óbrotnar línur sem mynda hálsmen.
Láréttar línur niður hnakkann ná alveg niður að axlar munstrinu.
Yfir bakið:
Axlar munstrið myndar fiðrildi þar sem bæði efri vængir og neðri vængir eru skýrir. Lárétt lína liggur eftir hryggnum frá fiðrildinu að skott byrjun. Tvær dekkri línur liggja samsíða hrygglínunni. Þessar þrjár línur ættu að vera með greinileg aðskyldar með grunnlitnum á milli.
Hliðarnar:
Báðu megin eru stórir blettir grunnlitnum með dökkum óbrotnum línum utan um, samskonar merkingar ættu að vera báðu megin.
Magi:
Tvöföld röð af dökkum blettum er niður bringu og maga.
Fætur:
Jöfn skipting á þverröndum ásamt því að aftan á fótunum er dökki liturinn eingöngu.
Skott:
Þarf ekki að vera jafnskiptir hringir eins og á myndinni hjá síðhærðum köttum eins og Maine Coon.
Tígur branda (Mackerel tabby - 23)
Grunnilurinn á kettinum á alltaf að vera töluvert ljósari með skýrum ,,dökku" munstri sem myndar sterka andstæðu við grunnlitinn án stakra ljósra hára á dökku flötunum.
Á höfði:
Munstrið á enni kattarins ætti að mynda ,,M", heil óbrotin lína liggur frá augum, fingrafar á eyrum, 2 - 3 spíralar á kinnum og tvær óbrotnar línur sem mynda hálsmen.
Yfir bakið:
Óbrotin lína liggur frá höfði að skott byrjun yfir hrygginn.
Hliðar:
Margar dökkar og grannar línur liggja lárétt frá hrygg að maga yfir hliðarnar. Línurnar ættu að vera skýrar með grunnlitinn á milli. Munstrið ætti að vera eins báðu meginn.
Magi:
Tvöföld röð af dökkum blettum er niður bringu og maga.
Fætur:
Jöfn skipting á þverröndum ásamt því að aftan á fótunum er dökki liturinn eingöngu.
Skott:
Þarf ekki að vera jafnskiptir hringir eins og á myndinni hjá síðhærðum köttum eins og Maine Coon.
Doppu branda (Spotted tabby - 24)
Grunnilurinn á kettinum á alltaf að vera töluvert ljósari með skýrum hringlaga ,,dökkum" doppum sem myndar sterka andstæðu við grunnlitinn án stakra ljósra hára á dökku doppunum. Doppurnar eru með skýru millibili og blandast ekki saman, því fleiri doppur því betra. Á hverjum ketti ættu doppurnar að vera áþekkar; þær eru jafn mikilvægar litnum, hinsvegar ætti liturinn á þeim að samræmast grunnlitinum.
Á höfði:
Munstrið á enni kattarins ætti að mynda ,,M", með munstri niður eftir hausnum milli eyrnanna og brotnar niður í litlar doppur á hnakka og öxlum. Dökkt maskara munstur er í kringum augun og á kinnunum. Augun eru svo römmuð af með allra dekksta litnum sem finnst á kettinum og utan um þær línur er sá allra ljósasti grunnliturinn sem finnst á kettinum. Fingrafar á eyrunum. Það er ein til tvær brotnar línur um hálsin sem minna á hálsmen.
Yfir bakið:
Smágerð lína yfir hrygginn er leyfileg.
Hliðar:
Doppurnar eru dreyfðar yfir axlirnar og líkamann niður að fótleggjum.
Magi:
Er þakinn skýrum doppum.
Fætur:
Jöfn skipting á þverröndum eða doppum, fæturnir eru dökkir aftan á.
Skott:
Þarf ekki að vera jafnskiptir hringir eins og á myndinni hjá síðhærðum köttum eins og Maine Coon.
Títu branda (Ticked tabby - 25)
Líkaminn og útlimir eru þakktir skýrum títum, líkaminn er ekki með neitt munstur.
Á höfði:
Bröndu munstur á höfði og enni, fingrafar á eyrum. Ein eða tvær óbrotnar rendur yfir hálsinn sem mynda hálsmen.
Yfir bakið:
Dekkri litur yfir hrygginn.
Fætur:
Jöfn skipting á mjög fínum þverröndum. Fæturnir eru dökkir aftan á.
Skott:
Þarf ekki að vera jafnskiptir hringir eins og á myndinni hjá síðhærðum köttum eins og Maine Coon.