EMS kóðar (Easy Mind System)
EMS er stytting á Easy Mind System, en það kerfi var hannað af einstaklingum innan FIFé fyrir FIFé.
Kerfið gerir manni kleyft að horfa á kött og skrásetja frekar nákvæmlega litinn, því auðveldar þetta ættbókafærslur og gagnagrunna töluvert, en gott er fyrir sýnendur að kannast örlítið við kerfið og þá sérstaklega litinn á sínum köttum. Áður en EMS kerfið var tekið upp var frekar erfitt að ræða um katta liti og munstur sín á milli því ekki allir notuðu sömu orð, nú hafa önnur kattaræktar félög tekið upp kerfið sem, pawpeds ættbókagagnagrunnurinn og margir örmerkja gagnagrunnar í heiminum.
Viðurkenndar tegundir innan FIFé, ávalt skrifað með hástöfum.
Category I
- EXO = Exotic
- PER = Persian
Category II
- ACL = American Curl longhair
- ACS = American Curl shorthair
- MCO = Maine Coon
- NEM = Neva Masquerade (verður viðurkennd tegund 01.01.2012)
- NFO = Norwegian Forest
- RAG = Ragdoll
- SBI = Birman ("SBI" því fullt nafn tegundarinna er Sacred Birman á ensku)
- SIB = Siberian
- TUA = Turkish Angora
- TUV = Turkish Van
Category III
- ABY = Abyssinian
- BEN = Bengal
- BML = Burmilla
- BRI = British
- BUR = Burmese
- CHA = Chartreux
- CRX = Cornish Rex
- CYM = Cymric
- DRX = Devon Rex
- DSP = Don Sphynx
- EUR = European
- GRX = German Rex
- JBT = Japanese Bobtail
- KBL = Kurilean Bobtail longhair
- KBS = Kurilean Bobtail shorthair
- KOR = Korat
- MAN = Manx
- MAU = Egyptian Mau
- OCI = Ocicat
- RUS = Russian
- SNO = Snowshoe
- SOK = Sokoke
- SOM = Somali
- SPH = Sphynx
Category IV
- BAL = Balinese
- OLH = Oriental longhair
- OSH = Oriental shorthair
- SIA = Siamese
- SYL = Seychellois longhair
- SYS = Seychellois shorthair
- PEB = Peterbald (verður viðurkennd tegund 01.01.2012)
Viðurkenndir litir af FIFé, ávalt skrifað með lágstöfum
- a = blue
- b = chocolate
- c = lilac
- d = red
- e = cream
- f = black tortie
- g = blue tortie
- h = chocolate tortie
- j = lilac tortie
- m = caramel or apricot - (notast eingöngu til skráningar)
- n = black ("n" er tekið úr frönsku fyrir noir en það þýðir svartur, seal í grímu köttum og ruddy í abbyssinian & sómala köttum)
- o = cinnamon (sorrel hjá Abyssinian köttum)
- p = fawn
- q = cinnamon tortoiseshell
- r = fawn tortoiseshell
- s = silver
- w = white
- x = litir sem hafa ekki viðurkenningu
- y = golden
- nt = amber - eingöngu fyrir Norska skógarköttinn
- at = light amber - eingöngu fyrir Norska skógarköttinn
Viðurkennd litamunstur, ávalt ritað með lágstöfum
- 01 = van
- 02 = harlequin
- 03 = bicolour
- 04 = mitted - eingöngu fyrir Ragdoll
- 05 = snowshoe - eingöngu fyrir Snowshoe
- 09 = óskilgreint magn af hvítu
- 11 = shaded
- 12 = shell
- 21 = óskilgreint bröndu munstur
- 22 = marmara branda
- 23 = tígur branda
- 24 = doppu branda
- 25 = títu branda
- 31 = Burmese shading munstur
- 32 = Tonkinese shading munstur
- 33 = Himalayan pointed munstur
Bröndu munstur
Að skrá mismunandi bröndumunstur getur verið flókið, sérstaklega í tegundum með grímu munstur (pointed), Van eða Harlequin þar sem aðeins mjög lítill hluti líkamans hefur bröndur. Slíkir kettir fá því númerið 21 sem gefur til kynna að ekki er alveg vitað hvernig bröndumunstur er.
Í öðrum tegundum eða litarafbrigðum þar sem munstrið sést er valið númer sem passar við það munstur sem er á kettinum. Svartur British Shorthair með marmarabröndu munstur er því skrifað BRI n 22. British Shorthair sem er silfraður með doppubröndu munstur er skrifaður BRI ns 24. Títubröndur eru eingöngu á Abyssiníu/Sómala og Oriental Shorter köttum. En þar sem Abyssinian og Sómala kettir eru allir títubröndur þarf ekki að taka fram númerið 25 fyrir bröndumunstrið, en það verður hinsvegar að gera hjá Oriental köttunum. Súkkulaði títubröndóttur Oriental köttur væri með EMS kóðann OSH b 25.
Kettir með hvítu
Kettir með hvítu getur verið athyglis vert að skrá EMS kóða á. Svartu og hvítur bicolour er n 03 sem dæmi, en hjá Turkish van köttum sem hafa alltaf van munstrið er ekki þörf að taka fram númerið 01. Við ritum einfaldlega TUV fyrir tegundina, svo litinn á feldinum og að lokum augnlitinn. (lita númerið fyrir hvítt 09 er eingöngu notað í tegundum sem það er leyfilegt að hafa svona lítið magn af hvítu í þ.e. Maine Coon, Norskum Skógarköttum og Manx köttum)
Eitt sér tilfelli í Síams köttum er all hvítur köttur sem var áður þekktur sem Foreign White. EMS kóðinn fyrir þá er SIA w 67.
Viðurkenndir augnlitir
Á eftir lit, bröndu munstri og hlutfalli hvítalitarins er skráður augnlitur en það er aðeins skráð á köttum sem eru dæmdir á sýningum eftir augnlit (01.01.2012 verða allir hvítir kettir skráðir með augnlit burt séð frá sýningum). Hjá hvítum Persneskum og British köttum er t.d. Blá eygðir, Gul eygðir og kettir með tvo augnliti dæmdir sér. Einnig er blái augnliturinn sem er uppruninn úr Síamsköttum ekki samskonar og aðrir bláeygðir kettir.
- 61 = blá augu
- 62 = Gul augu
- 63 = tveir augnlitir
- 64 = græn augu
- 65 = Burmese augnlitur
- 66 = Tonkinese augnlitur
- 67 = Siamese augnlitur
EMS kóðinn fyrir augnliti má sleppa þegar tegund t.d. Burmese hefur aðeins einn augnlit. Það sama á við um SIams og suma Persa og British, t.d. svartir, bláir, krem, rauðir o.s.frv. sem allir hafa gul augu samkvæmt standard. Það er hinsvegar nauðsynlegt að rita augnlit á hvítu köttunum í sumum tegundum (01.01.2012 verður það hjá öllum hvítum hreinræktuðum köttum). Þannig að bláeygður hvítur Persneskur köttur er skráður sem PER w 61, guleygður British Shorthair væri þá BRI w 62 og Maine Coon með tvo augnliti væri MCO w 63.